Lífið

Tattú-hátíð fær frábæra dóma

dr.Spock Er í miklu uppáhaldi hjá greinarhöfundi Tattú tímaritsins Prick.
dr.Spock Er í miklu uppáhaldi hjá greinarhöfundi Tattú tímaritsins Prick.

Tattú-rokkhátíð sem var haldin hér á landi dagana 8. til 11. júní fær góða fimm síðna umfjöllun í nýjasta tölublaði tattú-tímaritsins Prick.

Þar segir greinarhöfundur að hátíðin hafi tekist frábærlega enda haldin í ótrúlegu landi þar sem sólin skein allan sólarhringinn. "Ísland hefur aldrei verið á lista yfir þau lönd sem mig hefur langað að heimsækja en eftir þessa hátíð vil ég pottþétt fara þangað aftur," segir hann.

Á hátíðina, sem var haldin á Gauki á Stöng og Bar 11, mættu til leiks húðflúrunarmeistarar frá Bandaríkjunum, Danmörku og Íslandi sem sýndu og buðu upp á húðflúr á heimsmælikvarða fyrir gesti og gangandi. Einnig tróðu fjölmargar rokkhljómsveitir upp, þar á meðal Jan Mayen, Sign, Lokbrá, Dr. Spock og Morðingjarnir.

Greinarhöfundur var sérstaklega hrifinn af Dr. Spock og segir hana uppáhaldshljómsveitina sína í dag. Einnig minnist hann á Nevolution og segir hana í næstmestu uppáhaldi.

"Í heildina séð var þetta ein skemmtilegasta utanlandsferð sem ég hef farið í hvað varðar menninguna og íbúana. Ef konan mín myndi þola kuldann myndum við búa þar," segir hann. "Þetta er staður sem allir ættu að heimsækja, alla vega einu sinni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.