Sogdæla fjármunanna 28. desember 2006 06:00 Ég var að hlusta á hagfræðing í útvarpinu um daginn. Hann sagði að húsnæðisverð væri orðið allt of hátt og að það mætti lækka það með því að hækka vexti. Einnig mætti lækna ýmsa aðra hagfræðilega skavanka á Íslandi með því að hækka vexti. Hann virtist hafa steingleymt því að það eru manneskjur af holdi og blóði sem eru að greiða vextina, enda stendur ekkert um manneskjur af holdi og blóði í hagfræðibókunum og því í raun ósannað að þær séu til. Samt er ég alltaf að hitta ung og ástfangin pör sem hafa keypt sér íbúð og byrjað að búa saman, en hafa ekki ráðið við vextina og orðið að flytja aftur heim til pabba og mömmu og setja íbúðina í leigu. Ég vona svo sannarlega að það þurfi ekki að koma fyrir bankastjórana þeirra líka þótt þeir hafi sumir byggt ansi dýrt að undanförnu. En hvers vegna þarf þetta bara að koma fyrir ung, ástfangin pör á Íslandi en ekki hin 99,9% ungra para sem búa annars staðar í Evrópu? Af hverju eru það bara við sem þurfum að borga þessa ofurtolla til bankanna fyrir að hafa unnið það eitt til saka að hafa fæðst á Íslandi? Bregðum okkur aðeins á netið, við skulum skoða heimasíður nokkurra banka, nánar tiltekið lánareiknivélarnar þeirra. Láta mun nærri að íbúðarlán landsmanna nemi 1.000 milljörðum. Ef þessi tala (nokkur núll geymd) er slegin inn í reiknivél t.d. Landsbankans, með þeirri tölu í verðbólguþættinum sem bankinn ráðleggur, þá fæst út að landsmenn eru að borga fimmtánfalda þessa upphæð í vexti og kostnað á 40 árum. Með öðrum orðum, rúmlega fimmtán þúsund milljarða kostar landsmenn að fá þessa upphæð að láni. Ef við spáum nú lágri verðbólgu næstu 40 árin, t.d. 4,5%, þá þurfa landsmenn að greiða nærri því sexfalda lántökuupphæðina fyrir að hafa þessa upphæð að láni um hríð. Ef við förum nú inn á reiknivél Glitnis og tökum þessa upphæð að láni í erlendri mynt þá er kostnaðurinn svipaður og lántökuupphæðin. Og það þrátt fyrir að Glitnir hefur haldið þeim þjóðlega sið að bjóða Íslendingum miklu hærri vexti í erlendri myntinni hér heima heldur en þeir bjóða á heimasíðum banka sinna erlendis. Af þessu sést að 40 ára íbúðarlán eru 6 til 15 sinnum dýrari á Íslandi heldur en í nágrannalöndum okkar. En skuldir íslenskra fyrirtækja sem almenningur er að kaupa vörur og þjónustu af eru miklu meiri en skuldir heimilanna, og þarf því almenningur (kaupendur) einnig að greiða fyrir hinn háa vaxtarkostnað fyrirtækjanna. Af þessu sést að upphæðin sem Íslendingar eru að borga fyrir að búa ekki við erlend lánskjör, er af svipaðri stærðargráðu og skattarnir sem þeir eru að borga til ríkisins. Með öðrum orðum, ef Íslendingar fengju að taka lán með sömu kjörum og nágrannaþjóðirnar, myndu þeir spara sér upphæð af svipaðri stærðargráðu og skattarnir þeirra eru. Hjá öllum öðrum þjóðum í Vesturheimi væru ríkisstjórnir og seðlabankastjórar á neyðarfundum dag og nótt ef þegnar þeirra þyrftu að bera á herðum sér þá vexti sem núna eru á Íslandi. En hér heima kippir enginn sér upp við það þótt unga fólkið sé að missa íbúðir sínar, okurvextirnir eru bara hinn gamalkunni þjóðlegi siður. Fálætið hjá stjórnmálamönnum, fjölmiðlamönnum og hagfræðingum er því átakanlegra sem til er sáraeinföld lausn; allir eru sammála um að slíkur verðmunur á lánum milli Íslands og útlanda gæti ekki átt sér stað í frjálsri samkeppni, því er skýringin fákeppni. Íslensk króna er tæknileg viðskiptahindrun, hún verndar fákeppni og okurvexti, ávinningur af henni er hverfandi en ókostirnir gífurlegir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ég var að hlusta á hagfræðing í útvarpinu um daginn. Hann sagði að húsnæðisverð væri orðið allt of hátt og að það mætti lækka það með því að hækka vexti. Einnig mætti lækna ýmsa aðra hagfræðilega skavanka á Íslandi með því að hækka vexti. Hann virtist hafa steingleymt því að það eru manneskjur af holdi og blóði sem eru að greiða vextina, enda stendur ekkert um manneskjur af holdi og blóði í hagfræðibókunum og því í raun ósannað að þær séu til. Samt er ég alltaf að hitta ung og ástfangin pör sem hafa keypt sér íbúð og byrjað að búa saman, en hafa ekki ráðið við vextina og orðið að flytja aftur heim til pabba og mömmu og setja íbúðina í leigu. Ég vona svo sannarlega að það þurfi ekki að koma fyrir bankastjórana þeirra líka þótt þeir hafi sumir byggt ansi dýrt að undanförnu. En hvers vegna þarf þetta bara að koma fyrir ung, ástfangin pör á Íslandi en ekki hin 99,9% ungra para sem búa annars staðar í Evrópu? Af hverju eru það bara við sem þurfum að borga þessa ofurtolla til bankanna fyrir að hafa unnið það eitt til saka að hafa fæðst á Íslandi? Bregðum okkur aðeins á netið, við skulum skoða heimasíður nokkurra banka, nánar tiltekið lánareiknivélarnar þeirra. Láta mun nærri að íbúðarlán landsmanna nemi 1.000 milljörðum. Ef þessi tala (nokkur núll geymd) er slegin inn í reiknivél t.d. Landsbankans, með þeirri tölu í verðbólguþættinum sem bankinn ráðleggur, þá fæst út að landsmenn eru að borga fimmtánfalda þessa upphæð í vexti og kostnað á 40 árum. Með öðrum orðum, rúmlega fimmtán þúsund milljarða kostar landsmenn að fá þessa upphæð að láni. Ef við spáum nú lágri verðbólgu næstu 40 árin, t.d. 4,5%, þá þurfa landsmenn að greiða nærri því sexfalda lántökuupphæðina fyrir að hafa þessa upphæð að láni um hríð. Ef við förum nú inn á reiknivél Glitnis og tökum þessa upphæð að láni í erlendri mynt þá er kostnaðurinn svipaður og lántökuupphæðin. Og það þrátt fyrir að Glitnir hefur haldið þeim þjóðlega sið að bjóða Íslendingum miklu hærri vexti í erlendri myntinni hér heima heldur en þeir bjóða á heimasíðum banka sinna erlendis. Af þessu sést að 40 ára íbúðarlán eru 6 til 15 sinnum dýrari á Íslandi heldur en í nágrannalöndum okkar. En skuldir íslenskra fyrirtækja sem almenningur er að kaupa vörur og þjónustu af eru miklu meiri en skuldir heimilanna, og þarf því almenningur (kaupendur) einnig að greiða fyrir hinn háa vaxtarkostnað fyrirtækjanna. Af þessu sést að upphæðin sem Íslendingar eru að borga fyrir að búa ekki við erlend lánskjör, er af svipaðri stærðargráðu og skattarnir sem þeir eru að borga til ríkisins. Með öðrum orðum, ef Íslendingar fengju að taka lán með sömu kjörum og nágrannaþjóðirnar, myndu þeir spara sér upphæð af svipaðri stærðargráðu og skattarnir þeirra eru. Hjá öllum öðrum þjóðum í Vesturheimi væru ríkisstjórnir og seðlabankastjórar á neyðarfundum dag og nótt ef þegnar þeirra þyrftu að bera á herðum sér þá vexti sem núna eru á Íslandi. En hér heima kippir enginn sér upp við það þótt unga fólkið sé að missa íbúðir sínar, okurvextirnir eru bara hinn gamalkunni þjóðlegi siður. Fálætið hjá stjórnmálamönnum, fjölmiðlamönnum og hagfræðingum er því átakanlegra sem til er sáraeinföld lausn; allir eru sammála um að slíkur verðmunur á lánum milli Íslands og útlanda gæti ekki átt sér stað í frjálsri samkeppni, því er skýringin fákeppni. Íslensk króna er tæknileg viðskiptahindrun, hún verndar fákeppni og okurvexti, ávinningur af henni er hverfandi en ókostirnir gífurlegir.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar