Bretar verjast yfirtöku Þjóðverja 19. nóvember 2006 10:00 Félag í eigu fjölmiðlakóngsins Rupert Murdochs hefur keypt stóran hlut í bresku sjónvarpsstöðinni ITV. Breska gervihnattasjónvarpsstöðin BSkyB hefur keypt 17,9 prósenta hlut í ITV, einu stærsta einkarekna sjónvarpsfélagi Bretlands. Kaupverð nemur 940 milljónum punda eða 124,3 milljörðum íslenskra króna. Kaupin eru sögð vörn Breta gegn yfirtöku þýskrar sjónvarpsstöðvar á ITV. Breska ríkisútvarpið hefur eftir stjórnendum félagsins að BSkyB hafi ekki í hyggju að gera yfirtökutilboð í sjónvarpsstöðina heldur sé um langtímafjárfestingu að ræða. Eigandi BSkyB er fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch en sonur hans James Murdoch, er forstjóri BSkyB. ITV er rekið að flestu leyti með sölu auglýsinga. Samdráttur í sölu þeirra hefur hins vegar haft talsverð áhrif á hagnað sjónvarpsstöðvarinnar og sagði Charles Allen, forstjóri fyrirtækisins, upp störfum í ágúst m.a. vegna þessa. Enginn fastur forstjóri er starfandi hjá fyrirtækinu en fjármálastjóri hefur gegnt starfi forstjóra tímabundið á meðan annars er leitað. Þá segir BBC stjórnendur breska fjarskiptafyrirtækisins NTL hafa rætt við stjórnendur ITV um hugsanlegan samruna í síðustu viku. Viðræðurnar munu að sögn BBC hafa farið í gang í kjölfar þess að þýska sjónvarpsstöðin RTL var sögð íhuga að gera 5 milljarða punda eða ríflega 660 milljarða króna yfirtökutilboð í ITV. Þá hefur BBC eftir ritstjóra viðskiptafrétta hjá ríkisútvarpinu að BSkyB sé samkvæmt breskum fjarskiptalögum ekki heimilt að kaupa meira en 20 prósenta hlut í ITV og séu kaupin því klárlega til þess fallin að koma í veg fyrir yfirtöku NTL á félaginu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Breska gervihnattasjónvarpsstöðin BSkyB hefur keypt 17,9 prósenta hlut í ITV, einu stærsta einkarekna sjónvarpsfélagi Bretlands. Kaupverð nemur 940 milljónum punda eða 124,3 milljörðum íslenskra króna. Kaupin eru sögð vörn Breta gegn yfirtöku þýskrar sjónvarpsstöðvar á ITV. Breska ríkisútvarpið hefur eftir stjórnendum félagsins að BSkyB hafi ekki í hyggju að gera yfirtökutilboð í sjónvarpsstöðina heldur sé um langtímafjárfestingu að ræða. Eigandi BSkyB er fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch en sonur hans James Murdoch, er forstjóri BSkyB. ITV er rekið að flestu leyti með sölu auglýsinga. Samdráttur í sölu þeirra hefur hins vegar haft talsverð áhrif á hagnað sjónvarpsstöðvarinnar og sagði Charles Allen, forstjóri fyrirtækisins, upp störfum í ágúst m.a. vegna þessa. Enginn fastur forstjóri er starfandi hjá fyrirtækinu en fjármálastjóri hefur gegnt starfi forstjóra tímabundið á meðan annars er leitað. Þá segir BBC stjórnendur breska fjarskiptafyrirtækisins NTL hafa rætt við stjórnendur ITV um hugsanlegan samruna í síðustu viku. Viðræðurnar munu að sögn BBC hafa farið í gang í kjölfar þess að þýska sjónvarpsstöðin RTL var sögð íhuga að gera 5 milljarða punda eða ríflega 660 milljarða króna yfirtökutilboð í ITV. Þá hefur BBC eftir ritstjóra viðskiptafrétta hjá ríkisútvarpinu að BSkyB sé samkvæmt breskum fjarskiptalögum ekki heimilt að kaupa meira en 20 prósenta hlut í ITV og séu kaupin því klárlega til þess fallin að koma í veg fyrir yfirtöku NTL á félaginu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira