Lífið

Sinfóníuhljómsveitin leikur í Smáralind

Óvenjulegur tónleikastaður
Það er skjólbetra í Smáralind en á Austurvelli.
Óvenjulegur tónleikastaður Það er skjólbetra í Smáralind en á Austurvelli.

Vetrarstarf Sinfóníuhljómsveitarinnar hefst með óvenjulegum hætti þetta árið en fyrirhugaðir útitónleikar sveitarinnar á Austurvelli hafa verið færðir á skjólbetri stað. Það rignir sjaldnar í Smáralindinni og víst er skjólgott í Kópavoginum svo dýrmætum hljóðfærum sveitarinnar er borgið og færri fá kvef.

Tónleikarnir hefjast kl. 17 en stjórnandinn Rumon Gamba mun stýra sveitinni sem leikur glæsileg verk úr heimi tónbókmenntanna og er þetta því kjörið tækifæri fyrir forvitna tónlistarunnendur að hlýða á frábæran flutning á þessu óvenjulega tónleikastað.

Á morgun föstudag verður sveitin síðan komin á sinn heimavöll í Háskólabíói en þá mun norska sópransöngkonan Solveig Kringelborn syngja með sveitinni. Kringelborn hefur undanfarin misseri heillað hlustendur með hæfileikum sínum en hún orðin gríðarlega eftirsótt í óperu- og tónleikasölum heimsins en túlkun hennar á verkum skandinavískra skálda hefur verið hampað töluvert og því bíða margir komu hennar með eftirvæntingu.

Kringelborn syngur einnig á sérstökum tónleikum næstkomandi laugardag en tónleikar þeir eru til styrktar verkefninu Lífið kallar sem er samstarfsverkefni FL-Group, BUGL og Sinfoníuhljómsveitar Íslands. Verkefnið miðar að því að styrkja fjölskyldur barna og unglinga sem eiga við andlega erfiðleika að etja. Sérstök áhersla verður lögð á aðstoða við mótun nýrrar lífssýnar í bráðameðferð og ekki síst að henni lokinni, þar sem inntakið er lífsgleði.

Nánari upplýsingar um vetrarstarf sveitarinnar má finna á www.sinfonia.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.