Saddam Hussein ríkti í aldarfjórðung 31. desember 2006 02:15 Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, var við völd frá 16. júlí árið 1979 til 9. apríl 2003. Hann var meðal illræmdustu einræðisherra sögunnar og á sér fáa málsvara á Vesturlöndum. Frá upphafi leit Saddam á sjálfan sig sem byltingarleiðtoga sem vildi gera viðamiklar félagslegar umbætur í Írak. Veraldleg arabísk þjóðernisstefna var jafnan meginlína Baath-flokksins, sem Saddam gekk til liðs við strax tvítugur að aldri. Eftir að hann komst til valda árið 1979 kom hann fljótlega upp lýðræðisstofnunum í vestrænum anda og beitti sér af fullum krafti bæði til að halda íhaldsáhrifum íslams í skefjum og til að halda saman hinum ólíku þjóðernishópum landsins - sjíum, súnníum og Kúrdum. Sjálfur var Saddam súnní-múslími, fæddur í Tikrit árið 1937, og á valdatíð hans hafa súnní-múslímar í raun verið allsráðandi í landinu þótt þeir séu í minnihluta. Hann kom félögum sínum og ættingjum í helstu valdastöður og stjórnaði þeim með harðri hendi. Hann náði fljótt sterkum tökum á öllum valdastofnunum landsins, stofnaði sína eigin öryggislögreglu og sýndi óvinum sínum vægðarlausa grimmd. Hikaði jafnvel ekki við að láta myrða eigin ættingja ef þeir féllu úr náðinni. Hann kvæntist þrisvar sinnum, eignaðist sex börn og tveir sona hans, Uday og Qusay, þóttu engir eftirbátar hans í grimmdinni. Þeir féllu fyrir byssukúlum bandarískra hermanna árið 2003. Víða í heimi araba og múslíma naut Saddam Hussein óblandinnar aðdáunar fyrir að standa uppi í hárinu á bæði Ísrael og Bandaríkjunum. Frá upphafi stefndi hann að því að gera Írak að forystulandi í Mið-Austurlöndum en náði þó aldrei því markmiði. Þrjú meiriháttar stríð og harðar refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna hafa gengið nærri írösku þjóðinni á valdatíð Saddams. Fyrst áttu Írakar í stríði við nágrannaríkið Íran árin 1980 til 1988. Árið 1990 hófst síðan Persaflóastríðið við Bandaríkjamenn, sem réðust inn í Írak eftir að Írakar höfðu ráðist inn í Kúveit. Í framhaldi af því stríði voru lagðar þungar efnahagslegar refsiaðgerðir á Íraka sem lömuðu allt þjóðlíf, þar á meðal alla heilbrigðisþjónustu og verslun. Á síðustu árum, meðan áhrifa refsiaðgerðanna gætti hvað mest, tók Saddam Hussein hins vegar upp á því að skrifa skáldsögur, hefur samið fjórar slíkar og kom sú fyrsta út árið 2000 en þá síðustu er hann sagður hafa lokið við í mars árið 2003, fáeinum dögum áður en bandarískir hermenn réðust inn í landið. Hún kom svo út í Japan fyrir skömmu. Það var síðan í mars árið 2003 sem Bandaríkjamenn og Bretar réðust inn í Írak undir því yfirskini að þar væri að finna gereyðingarvopn sem heiminum stafaði hætta af. Ekkert reyndist hæft í því en sú styrjöld hefur kostað hundruð þúsunda Íraka lífið og með henni lauk jafnframt valdaferli einræðisherrans illræmda, sem nú hefur verið tekinn af lífi. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, var við völd frá 16. júlí árið 1979 til 9. apríl 2003. Hann var meðal illræmdustu einræðisherra sögunnar og á sér fáa málsvara á Vesturlöndum. Frá upphafi leit Saddam á sjálfan sig sem byltingarleiðtoga sem vildi gera viðamiklar félagslegar umbætur í Írak. Veraldleg arabísk þjóðernisstefna var jafnan meginlína Baath-flokksins, sem Saddam gekk til liðs við strax tvítugur að aldri. Eftir að hann komst til valda árið 1979 kom hann fljótlega upp lýðræðisstofnunum í vestrænum anda og beitti sér af fullum krafti bæði til að halda íhaldsáhrifum íslams í skefjum og til að halda saman hinum ólíku þjóðernishópum landsins - sjíum, súnníum og Kúrdum. Sjálfur var Saddam súnní-múslími, fæddur í Tikrit árið 1937, og á valdatíð hans hafa súnní-múslímar í raun verið allsráðandi í landinu þótt þeir séu í minnihluta. Hann kom félögum sínum og ættingjum í helstu valdastöður og stjórnaði þeim með harðri hendi. Hann náði fljótt sterkum tökum á öllum valdastofnunum landsins, stofnaði sína eigin öryggislögreglu og sýndi óvinum sínum vægðarlausa grimmd. Hikaði jafnvel ekki við að láta myrða eigin ættingja ef þeir féllu úr náðinni. Hann kvæntist þrisvar sinnum, eignaðist sex börn og tveir sona hans, Uday og Qusay, þóttu engir eftirbátar hans í grimmdinni. Þeir féllu fyrir byssukúlum bandarískra hermanna árið 2003. Víða í heimi araba og múslíma naut Saddam Hussein óblandinnar aðdáunar fyrir að standa uppi í hárinu á bæði Ísrael og Bandaríkjunum. Frá upphafi stefndi hann að því að gera Írak að forystulandi í Mið-Austurlöndum en náði þó aldrei því markmiði. Þrjú meiriháttar stríð og harðar refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna hafa gengið nærri írösku þjóðinni á valdatíð Saddams. Fyrst áttu Írakar í stríði við nágrannaríkið Íran árin 1980 til 1988. Árið 1990 hófst síðan Persaflóastríðið við Bandaríkjamenn, sem réðust inn í Írak eftir að Írakar höfðu ráðist inn í Kúveit. Í framhaldi af því stríði voru lagðar þungar efnahagslegar refsiaðgerðir á Íraka sem lömuðu allt þjóðlíf, þar á meðal alla heilbrigðisþjónustu og verslun. Á síðustu árum, meðan áhrifa refsiaðgerðanna gætti hvað mest, tók Saddam Hussein hins vegar upp á því að skrifa skáldsögur, hefur samið fjórar slíkar og kom sú fyrsta út árið 2000 en þá síðustu er hann sagður hafa lokið við í mars árið 2003, fáeinum dögum áður en bandarískir hermenn réðust inn í landið. Hún kom svo út í Japan fyrir skömmu. Það var síðan í mars árið 2003 sem Bandaríkjamenn og Bretar réðust inn í Írak undir því yfirskini að þar væri að finna gereyðingarvopn sem heiminum stafaði hætta af. Ekkert reyndist hæft í því en sú styrjöld hefur kostað hundruð þúsunda Íraka lífið og með henni lauk jafnframt valdaferli einræðisherrans illræmda, sem nú hefur verið tekinn af lífi.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira