Sogdæla fjármunanna 28. desember 2006 06:00 Ég var að hlusta á hagfræðing í útvarpinu um daginn. Hann sagði að húsnæðisverð væri orðið allt of hátt og að það mætti lækka það með því að hækka vexti. Einnig mætti lækna ýmsa aðra hagfræðilega skavanka á Íslandi með því að hækka vexti. Hann virtist hafa steingleymt því að það eru manneskjur af holdi og blóði sem eru að greiða vextina, enda stendur ekkert um manneskjur af holdi og blóði í hagfræðibókunum og því í raun ósannað að þær séu til. Samt er ég alltaf að hitta ung og ástfangin pör sem hafa keypt sér íbúð og byrjað að búa saman, en hafa ekki ráðið við vextina og orðið að flytja aftur heim til pabba og mömmu og setja íbúðina í leigu. Ég vona svo sannarlega að það þurfi ekki að koma fyrir bankastjórana þeirra líka þótt þeir hafi sumir byggt ansi dýrt að undanförnu. En hvers vegna þarf þetta bara að koma fyrir ung, ástfangin pör á Íslandi en ekki hin 99,9% ungra para sem búa annars staðar í Evrópu? Af hverju eru það bara við sem þurfum að borga þessa ofurtolla til bankanna fyrir að hafa unnið það eitt til saka að hafa fæðst á Íslandi? Bregðum okkur aðeins á netið, við skulum skoða heimasíður nokkurra banka, nánar tiltekið lánareiknivélarnar þeirra. Láta mun nærri að íbúðarlán landsmanna nemi 1.000 milljörðum. Ef þessi tala (nokkur núll geymd) er slegin inn í reiknivél t.d. Landsbankans, með þeirri tölu í verðbólguþættinum sem bankinn ráðleggur, þá fæst út að landsmenn eru að borga fimmtánfalda þessa upphæð í vexti og kostnað á 40 árum. Með öðrum orðum, rúmlega fimmtán þúsund milljarða kostar landsmenn að fá þessa upphæð að láni. Ef við spáum nú lágri verðbólgu næstu 40 árin, t.d. 4,5%, þá þurfa landsmenn að greiða nærri því sexfalda lántökuupphæðina fyrir að hafa þessa upphæð að láni um hríð. Ef við förum nú inn á reiknivél Glitnis og tökum þessa upphæð að láni í erlendri mynt þá er kostnaðurinn svipaður og lántökuupphæðin. Og það þrátt fyrir að Glitnir hefur haldið þeim þjóðlega sið að bjóða Íslendingum miklu hærri vexti í erlendri myntinni hér heima heldur en þeir bjóða á heimasíðum banka sinna erlendis. Af þessu sést að 40 ára íbúðarlán eru 6 til 15 sinnum dýrari á Íslandi heldur en í nágrannalöndum okkar. En skuldir íslenskra fyrirtækja sem almenningur er að kaupa vörur og þjónustu af eru miklu meiri en skuldir heimilanna, og þarf því almenningur (kaupendur) einnig að greiða fyrir hinn háa vaxtarkostnað fyrirtækjanna. Af þessu sést að upphæðin sem Íslendingar eru að borga fyrir að búa ekki við erlend lánskjör, er af svipaðri stærðargráðu og skattarnir sem þeir eru að borga til ríkisins. Með öðrum orðum, ef Íslendingar fengju að taka lán með sömu kjörum og nágrannaþjóðirnar, myndu þeir spara sér upphæð af svipaðri stærðargráðu og skattarnir þeirra eru. Hjá öllum öðrum þjóðum í Vesturheimi væru ríkisstjórnir og seðlabankastjórar á neyðarfundum dag og nótt ef þegnar þeirra þyrftu að bera á herðum sér þá vexti sem núna eru á Íslandi. En hér heima kippir enginn sér upp við það þótt unga fólkið sé að missa íbúðir sínar, okurvextirnir eru bara hinn gamalkunni þjóðlegi siður. Fálætið hjá stjórnmálamönnum, fjölmiðlamönnum og hagfræðingum er því átakanlegra sem til er sáraeinföld lausn; allir eru sammála um að slíkur verðmunur á lánum milli Íslands og útlanda gæti ekki átt sér stað í frjálsri samkeppni, því er skýringin fákeppni. Íslensk króna er tæknileg viðskiptahindrun, hún verndar fákeppni og okurvexti, ávinningur af henni er hverfandi en ókostirnir gífurlegir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var að hlusta á hagfræðing í útvarpinu um daginn. Hann sagði að húsnæðisverð væri orðið allt of hátt og að það mætti lækka það með því að hækka vexti. Einnig mætti lækna ýmsa aðra hagfræðilega skavanka á Íslandi með því að hækka vexti. Hann virtist hafa steingleymt því að það eru manneskjur af holdi og blóði sem eru að greiða vextina, enda stendur ekkert um manneskjur af holdi og blóði í hagfræðibókunum og því í raun ósannað að þær séu til. Samt er ég alltaf að hitta ung og ástfangin pör sem hafa keypt sér íbúð og byrjað að búa saman, en hafa ekki ráðið við vextina og orðið að flytja aftur heim til pabba og mömmu og setja íbúðina í leigu. Ég vona svo sannarlega að það þurfi ekki að koma fyrir bankastjórana þeirra líka þótt þeir hafi sumir byggt ansi dýrt að undanförnu. En hvers vegna þarf þetta bara að koma fyrir ung, ástfangin pör á Íslandi en ekki hin 99,9% ungra para sem búa annars staðar í Evrópu? Af hverju eru það bara við sem þurfum að borga þessa ofurtolla til bankanna fyrir að hafa unnið það eitt til saka að hafa fæðst á Íslandi? Bregðum okkur aðeins á netið, við skulum skoða heimasíður nokkurra banka, nánar tiltekið lánareiknivélarnar þeirra. Láta mun nærri að íbúðarlán landsmanna nemi 1.000 milljörðum. Ef þessi tala (nokkur núll geymd) er slegin inn í reiknivél t.d. Landsbankans, með þeirri tölu í verðbólguþættinum sem bankinn ráðleggur, þá fæst út að landsmenn eru að borga fimmtánfalda þessa upphæð í vexti og kostnað á 40 árum. Með öðrum orðum, rúmlega fimmtán þúsund milljarða kostar landsmenn að fá þessa upphæð að láni. Ef við spáum nú lágri verðbólgu næstu 40 árin, t.d. 4,5%, þá þurfa landsmenn að greiða nærri því sexfalda lántökuupphæðina fyrir að hafa þessa upphæð að láni um hríð. Ef við förum nú inn á reiknivél Glitnis og tökum þessa upphæð að láni í erlendri mynt þá er kostnaðurinn svipaður og lántökuupphæðin. Og það þrátt fyrir að Glitnir hefur haldið þeim þjóðlega sið að bjóða Íslendingum miklu hærri vexti í erlendri myntinni hér heima heldur en þeir bjóða á heimasíðum banka sinna erlendis. Af þessu sést að 40 ára íbúðarlán eru 6 til 15 sinnum dýrari á Íslandi heldur en í nágrannalöndum okkar. En skuldir íslenskra fyrirtækja sem almenningur er að kaupa vörur og þjónustu af eru miklu meiri en skuldir heimilanna, og þarf því almenningur (kaupendur) einnig að greiða fyrir hinn háa vaxtarkostnað fyrirtækjanna. Af þessu sést að upphæðin sem Íslendingar eru að borga fyrir að búa ekki við erlend lánskjör, er af svipaðri stærðargráðu og skattarnir sem þeir eru að borga til ríkisins. Með öðrum orðum, ef Íslendingar fengju að taka lán með sömu kjörum og nágrannaþjóðirnar, myndu þeir spara sér upphæð af svipaðri stærðargráðu og skattarnir þeirra eru. Hjá öllum öðrum þjóðum í Vesturheimi væru ríkisstjórnir og seðlabankastjórar á neyðarfundum dag og nótt ef þegnar þeirra þyrftu að bera á herðum sér þá vexti sem núna eru á Íslandi. En hér heima kippir enginn sér upp við það þótt unga fólkið sé að missa íbúðir sínar, okurvextirnir eru bara hinn gamalkunni þjóðlegi siður. Fálætið hjá stjórnmálamönnum, fjölmiðlamönnum og hagfræðingum er því átakanlegra sem til er sáraeinföld lausn; allir eru sammála um að slíkur verðmunur á lánum milli Íslands og útlanda gæti ekki átt sér stað í frjálsri samkeppni, því er skýringin fákeppni. Íslensk króna er tæknileg viðskiptahindrun, hún verndar fákeppni og okurvexti, ávinningur af henni er hverfandi en ókostirnir gífurlegir.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun