Sogdæla fjármunanna 28. desember 2006 06:00 Ég var að hlusta á hagfræðing í útvarpinu um daginn. Hann sagði að húsnæðisverð væri orðið allt of hátt og að það mætti lækka það með því að hækka vexti. Einnig mætti lækna ýmsa aðra hagfræðilega skavanka á Íslandi með því að hækka vexti. Hann virtist hafa steingleymt því að það eru manneskjur af holdi og blóði sem eru að greiða vextina, enda stendur ekkert um manneskjur af holdi og blóði í hagfræðibókunum og því í raun ósannað að þær séu til. Samt er ég alltaf að hitta ung og ástfangin pör sem hafa keypt sér íbúð og byrjað að búa saman, en hafa ekki ráðið við vextina og orðið að flytja aftur heim til pabba og mömmu og setja íbúðina í leigu. Ég vona svo sannarlega að það þurfi ekki að koma fyrir bankastjórana þeirra líka þótt þeir hafi sumir byggt ansi dýrt að undanförnu. En hvers vegna þarf þetta bara að koma fyrir ung, ástfangin pör á Íslandi en ekki hin 99,9% ungra para sem búa annars staðar í Evrópu? Af hverju eru það bara við sem þurfum að borga þessa ofurtolla til bankanna fyrir að hafa unnið það eitt til saka að hafa fæðst á Íslandi? Bregðum okkur aðeins á netið, við skulum skoða heimasíður nokkurra banka, nánar tiltekið lánareiknivélarnar þeirra. Láta mun nærri að íbúðarlán landsmanna nemi 1.000 milljörðum. Ef þessi tala (nokkur núll geymd) er slegin inn í reiknivél t.d. Landsbankans, með þeirri tölu í verðbólguþættinum sem bankinn ráðleggur, þá fæst út að landsmenn eru að borga fimmtánfalda þessa upphæð í vexti og kostnað á 40 árum. Með öðrum orðum, rúmlega fimmtán þúsund milljarða kostar landsmenn að fá þessa upphæð að láni. Ef við spáum nú lágri verðbólgu næstu 40 árin, t.d. 4,5%, þá þurfa landsmenn að greiða nærri því sexfalda lántökuupphæðina fyrir að hafa þessa upphæð að láni um hríð. Ef við förum nú inn á reiknivél Glitnis og tökum þessa upphæð að láni í erlendri mynt þá er kostnaðurinn svipaður og lántökuupphæðin. Og það þrátt fyrir að Glitnir hefur haldið þeim þjóðlega sið að bjóða Íslendingum miklu hærri vexti í erlendri myntinni hér heima heldur en þeir bjóða á heimasíðum banka sinna erlendis. Af þessu sést að 40 ára íbúðarlán eru 6 til 15 sinnum dýrari á Íslandi heldur en í nágrannalöndum okkar. En skuldir íslenskra fyrirtækja sem almenningur er að kaupa vörur og þjónustu af eru miklu meiri en skuldir heimilanna, og þarf því almenningur (kaupendur) einnig að greiða fyrir hinn háa vaxtarkostnað fyrirtækjanna. Af þessu sést að upphæðin sem Íslendingar eru að borga fyrir að búa ekki við erlend lánskjör, er af svipaðri stærðargráðu og skattarnir sem þeir eru að borga til ríkisins. Með öðrum orðum, ef Íslendingar fengju að taka lán með sömu kjörum og nágrannaþjóðirnar, myndu þeir spara sér upphæð af svipaðri stærðargráðu og skattarnir þeirra eru. Hjá öllum öðrum þjóðum í Vesturheimi væru ríkisstjórnir og seðlabankastjórar á neyðarfundum dag og nótt ef þegnar þeirra þyrftu að bera á herðum sér þá vexti sem núna eru á Íslandi. En hér heima kippir enginn sér upp við það þótt unga fólkið sé að missa íbúðir sínar, okurvextirnir eru bara hinn gamalkunni þjóðlegi siður. Fálætið hjá stjórnmálamönnum, fjölmiðlamönnum og hagfræðingum er því átakanlegra sem til er sáraeinföld lausn; allir eru sammála um að slíkur verðmunur á lánum milli Íslands og útlanda gæti ekki átt sér stað í frjálsri samkeppni, því er skýringin fákeppni. Íslensk króna er tæknileg viðskiptahindrun, hún verndar fákeppni og okurvexti, ávinningur af henni er hverfandi en ókostirnir gífurlegir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Ég var að hlusta á hagfræðing í útvarpinu um daginn. Hann sagði að húsnæðisverð væri orðið allt of hátt og að það mætti lækka það með því að hækka vexti. Einnig mætti lækna ýmsa aðra hagfræðilega skavanka á Íslandi með því að hækka vexti. Hann virtist hafa steingleymt því að það eru manneskjur af holdi og blóði sem eru að greiða vextina, enda stendur ekkert um manneskjur af holdi og blóði í hagfræðibókunum og því í raun ósannað að þær séu til. Samt er ég alltaf að hitta ung og ástfangin pör sem hafa keypt sér íbúð og byrjað að búa saman, en hafa ekki ráðið við vextina og orðið að flytja aftur heim til pabba og mömmu og setja íbúðina í leigu. Ég vona svo sannarlega að það þurfi ekki að koma fyrir bankastjórana þeirra líka þótt þeir hafi sumir byggt ansi dýrt að undanförnu. En hvers vegna þarf þetta bara að koma fyrir ung, ástfangin pör á Íslandi en ekki hin 99,9% ungra para sem búa annars staðar í Evrópu? Af hverju eru það bara við sem þurfum að borga þessa ofurtolla til bankanna fyrir að hafa unnið það eitt til saka að hafa fæðst á Íslandi? Bregðum okkur aðeins á netið, við skulum skoða heimasíður nokkurra banka, nánar tiltekið lánareiknivélarnar þeirra. Láta mun nærri að íbúðarlán landsmanna nemi 1.000 milljörðum. Ef þessi tala (nokkur núll geymd) er slegin inn í reiknivél t.d. Landsbankans, með þeirri tölu í verðbólguþættinum sem bankinn ráðleggur, þá fæst út að landsmenn eru að borga fimmtánfalda þessa upphæð í vexti og kostnað á 40 árum. Með öðrum orðum, rúmlega fimmtán þúsund milljarða kostar landsmenn að fá þessa upphæð að láni. Ef við spáum nú lágri verðbólgu næstu 40 árin, t.d. 4,5%, þá þurfa landsmenn að greiða nærri því sexfalda lántökuupphæðina fyrir að hafa þessa upphæð að láni um hríð. Ef við förum nú inn á reiknivél Glitnis og tökum þessa upphæð að láni í erlendri mynt þá er kostnaðurinn svipaður og lántökuupphæðin. Og það þrátt fyrir að Glitnir hefur haldið þeim þjóðlega sið að bjóða Íslendingum miklu hærri vexti í erlendri myntinni hér heima heldur en þeir bjóða á heimasíðum banka sinna erlendis. Af þessu sést að 40 ára íbúðarlán eru 6 til 15 sinnum dýrari á Íslandi heldur en í nágrannalöndum okkar. En skuldir íslenskra fyrirtækja sem almenningur er að kaupa vörur og þjónustu af eru miklu meiri en skuldir heimilanna, og þarf því almenningur (kaupendur) einnig að greiða fyrir hinn háa vaxtarkostnað fyrirtækjanna. Af þessu sést að upphæðin sem Íslendingar eru að borga fyrir að búa ekki við erlend lánskjör, er af svipaðri stærðargráðu og skattarnir sem þeir eru að borga til ríkisins. Með öðrum orðum, ef Íslendingar fengju að taka lán með sömu kjörum og nágrannaþjóðirnar, myndu þeir spara sér upphæð af svipaðri stærðargráðu og skattarnir þeirra eru. Hjá öllum öðrum þjóðum í Vesturheimi væru ríkisstjórnir og seðlabankastjórar á neyðarfundum dag og nótt ef þegnar þeirra þyrftu að bera á herðum sér þá vexti sem núna eru á Íslandi. En hér heima kippir enginn sér upp við það þótt unga fólkið sé að missa íbúðir sínar, okurvextirnir eru bara hinn gamalkunni þjóðlegi siður. Fálætið hjá stjórnmálamönnum, fjölmiðlamönnum og hagfræðingum er því átakanlegra sem til er sáraeinföld lausn; allir eru sammála um að slíkur verðmunur á lánum milli Íslands og útlanda gæti ekki átt sér stað í frjálsri samkeppni, því er skýringin fákeppni. Íslensk króna er tæknileg viðskiptahindrun, hún verndar fákeppni og okurvexti, ávinningur af henni er hverfandi en ókostirnir gífurlegir.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar