Lífið

Hefði gifst öllum

Pamela Anderson segist hafa verið í það góðu skapi í sumar að hún hefði gifst hverjum sem er.
Pamela Anderson segist hafa verið í það góðu skapi í sumar að hún hefði gifst hverjum sem er. MYND/AP

Kynbomban Pamela Anderson sér mikið eftir fjögurra mánaða hjónabandi sínu við rokkarann Kid Rock, en eins og frægt er giftust þau í sumar en skildu núna í nóvember, eftir stutta samveru.

„Þetta voru mistök, ég var í svo góðu skapi að ég hefði verið til í að giftast kaupmanninum á horninu þess vegna," sagði Pamela Anderson í viðtali við hinn umdeilda Howard Stern. Ennfremur segir Pamela að samband hennar og Kid Rock hafi verið örvæntingarfull tilraun til þess að stofna fjölskyldu, en fljótlega hafi hún fundið að hún og Kid hafi ekki átt vel saman. Kid hefur farið mikinn í fjölmiðlum undanfarið og sagt að Pamela hafi ekki eitt einu kvöldi með börnum sínum í þessa fjóra mánuði, en það sagði Pamela í viðtalinu við Stern vera lygi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.