Lífið

Eitt sterkasta par heims

Arnold Schwartzenegger
kraftakallinn og ríkisstjórinn stendur fyrir kraftamótinu Arnold Classic.
Arnold Schwartzenegger kraftakallinn og ríkisstjórinn stendur fyrir kraftamótinu Arnold Classic.

Gemma Taylor, sterkasta kona Bretlands, og Benedikt Magnússon, sterkasti maður Íslands kynntust á kraftakeppni í mars og felldu hugi saman. Nú búa þau saman á Íslandi og búa sig undir frekari stórræði í heimi kraftlyftinga.

Gemma Taylor hefur unnið keppnina um sterkustu konu Bretlands tvö ár í röð og lenti í öðru sæti í keppninni Sterkasta kona heims sem haldin var á Norður-Írlandi í júlí í fyrra. Á árinu kynntist hún Benedikt Magnússyni, sem er sterkasti maður Íslands eins og kunnugt er, og með þeim tókust ástir.

„Við hittumst á Arnold Classic mótinu í mars," segir Gemma. „Það er mót sem Arnold Schwarzenegger stendur fyrir og er sterkasta kraftakeppni í heiminum um þessar mundir. Ég var að koma af stað tímariti um kraftakonur og tók þess vegna viðtal við Benna og þannig kynntumst við."

Benedikt náði heimsmetinu í réttstöðulyftu á móti í Finnlandi í nóvember í fyrra, með 440 kílóa lyftu. Þetta gerði honum kleyft að taka þátt í Arnold Classic keppninni. „Hann náði fimmta sæti og það var frábær árangur," segir Gemma. „Hann er mjög hæfileikaríkur og sterkur og á framtíðina fyrir sér í þessu. Svo náði hann 7. sæti í keppninni Sterkasti maður heims, sem var haldin á Íslandi í nóvember. Næsta keppnin hans verður Arnold Classic í Úkraínu 29. desember og svo verður önnur slík í Bandaríkjunum í mars."

Gemma tekur undir að kraftamennska sé ekki hin dæmigerða atvinnugrein. „Þessi atvinna er mjög ólík því sem fólk þekkir, en af því að við erum bæði í þessu eigum við auðvelt með að skipuleggja okkur. Við eyðum miklum tíma í þjálfun og leggjum mikla áherslu á heilbrigði og næringu. Með þessu getum við hjálpast að," segir Gemma.

Lífið á Íslandi leggst vel í Gemmu. „Næsta keppnin mín verður 20. desember, en það er keppni í þremur tegundum kraftlyftinga hjá Gym 80. Mig langar að reyna að slá Íslandsmetin í þessum greinum," segir hún.

Benedikt Magnússon og Gemma kærasta hans æfa saman og stefna hátt í kraftlyftingaheiminum. MYND/Valli


.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.