Lífið

Fóðra barnið á skordýrum

Pitt heldur á Maddox, en Jolie leiðir dóttur sína, Zahara.
Pitt heldur á Maddox, en Jolie leiðir dóttur sína, Zahara. MYND/AP

Angelina Jolie gaf ættleiddum syni sínum, Maddox, engisprettur að borða á ferð sinni um Kambódíu með ástmanni sínum, Brad Pitt, á dögunum. Maddox, sem er fimm ára gamall, er fæddur í landinu, en þar þykja þessi prótínríku skordýr herramannsmatur.

Leikkonan hefur að sögn einnig smekk fyrir kakkalökkum og lirfum og hefur leitað uppi uppskriftir, svo að hún geti matreitt lostætið heima í Bandaríkjunum.

Brad og Angelina féllu hvort fyrir öðru við gerð myndarinnar „Mr. and Mrs. Smith“ og í kjölfarið skildi Brad við konu sína, leikkonuna Jennifer Aniston.

Tímaritið People hefur útnefnt fjölskylduna „Fjölskyldu ársins 2006“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.