Lífið

Love laus allra mála

Söngkonan fræga hefur fengið skilorðsbundnum dómi sínum hnekkt.
Söngkonan fræga hefur fengið skilorðsbundnum dómi sínum hnekkt.

Skilorðsbundinn dómur söngkonunnar Courtney Love hefur verið felldur niður af dómstólum í Los Angeles fyrr en áætlað var. Ástæðan er hversu Love hefur verið dugleg í eiturlyfjameðferð sinni.

Love fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa tvívegis eiturlyf í fórum sínum og fyrir að hafa ráðist á aðra konu. Átti dómurinn að renna út í næsta mánuði. „Takk fyrir að gefa mér tækifæri. Þú hefur verið góður og sanngjarn dómari,“ sagði Love, sem er ekkja söngvarans Kurt Cobain úr Nirvana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.