Lífið

Ketilbjöllur nýtt æði í líkamsrækt

Vala Mörk Jóhannesdóttir segir ketilbjöllur vera bestu líkamsræktina.
Vala Mörk Jóhannesdóttir segir ketilbjöllur vera bestu líkamsræktina.

„Það sem greinir ketilbjöllur frá annarri líkamsrækt er að þú lætur líkamann vinna sem heild og einangrar ekki einstaka vöðva. Þannig setur maður kröfu á að vöðvarnir vinni sem eitt kerfi og gagnist manni þannig í lifandi lífi," segir Vala Mörk Jóhannesdóttir, einkaþjálfari og sérfræðingur í rússneskum ketilbjöllum sem verið hafa að ryðja sér til rúms hérlendis.

Ketilbjalla lítur einna helst út eins og fallbyssukúla sem á hefur verið skeytt handfangi. Hægt er að fá þær í mismunandi þyngdum og með kúlunum eru gerðar ótal mismunandi æfingar. „Þetta eru hraðar æfingar sem reyna á þolið, en um leið hægar lyftr sem styrkja mann," segir Vala og bætir því við að fitubrennslan sé gífurleg. „Það sem í raun og veru gerist er að þú verður mjög sterkur án þess að fá bólgna vöðva, þess vegna eru konur líka svo hrifnar af þessu."

Ketilbjöllurnar hafa verið að slá í gegn út um allan heim á síðustu árum, en þeirra hefur notið við í lengri tíma í Rússlandi og hefur verið eitt helsta leyndarmál afreksíþróttamanna þar í landi. Æfingarnar sem gerðar eru með ketilbjöllum eru stuttar en snarpar og taka yfirleitt ekki lengri tíma en hálftíma. Vala kynntist ketilbjöllum netinu ásamt eiginmanni sínum Guðjóni Svanssyni og í kjölfarið fóru þau á kynningarnámskeið í Kaupmannahöfn.

Í sumar fór hún svo á annað námskeið þar sem hún nældi sér í kennsluréttindi á bjöllurnar. „Við hjóninn fundum strax hvað við græddum meira á þessu og það hafa aðrir sem prófa þetta fundið líka," segir Vala. Þeir sem eru áhugasamir um ketilbjöllur geta heimsótt heimasíðuna kettlebells.is en þar er hægt að nálgast ítarlegar upplýsingar um komandi námskeið og fleira.

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherran opnaði síðuna kettlebells.is og fékk að launum sína eigin bjöllu til þess að æfa sig með.


.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.