Reynir, skólar og kristniboð 24. nóvember 2006 05:45 Umræðan um Vinaleiðina heldur áfram og er á margan hátt holl og góð, en þó ekki allt sem þar er sagt. Reynir Harðarson reynir með skrifum sínum í Fréttablaðinu 20. nóvember að halda því fram að við Halldór Reynisson tölum tungum tveim og ýjar að því að við lítum á óheiðarleika sem kænsku. Með því að slíta orð úr sínu upprunalega samhengi er unnt að fá flesta til að segja hvað sem er. Sem betur fer vísar Reynir í heimild sína. Orð mín sem vitnað er í eru svar við spurningunni: „Hvað er trúboð?" Þar leitast ég við að svara henni og þar sem ég tala um Þjóðkirkjuna er ég að tala um starf hennar sem unnið er alfarið á hennar forsendum, eins og kemur fram í þeim orðum sem vitnað er í. Kirkjan er boðandi samfélag. Kærleiksþjónusta kirkjunnar og kristniboðsins er unnin óháð því hver á í hlut og þar er ekki leitast við að nýta sér veikleika annarra til boðunar þó svo vissulega sé hún samkvæmt sjálfsskilningi okkar vitnisburður um kærleika Guðs. Hún er unnin á forsendum þess sem þiggur hana. Sama hefur verið sagt um Vinaleiðina og samstarf við skóla í Garðabæ, það starf er unnið á forsendum skólans en ekki kirkjunnar. Hér er því verið að tala um tvenns konar starf sem mótast af þeim forsendum sem fyrir hendi eru. Fulltrúar kirkjunnar eru sér meðvitaðir og ættu að vera vel upplýstir eftir umræðu liðinna vikna um að innan skólans lúta þeir reglum hans. Ég leyfi mér í þessu sambandi að koma með aðra tilvitnun í önnur skrif mín til að leiðrétta misskilning sem virðist vera fyrir hendi: „Boðun trúarinnar og helgihaldið eru hlutverk kirkju og heimilis. Þvinguð boðun trúarinnar þar sem aðstaðan er misnotuð til boðunar ... er afar hæpin boðunaraðferð og viðbúið að fleiri skemmdir ávextir spretti af henni en heilir og góðir þegar fram í sækir. Mikilvægt er að við ávinnum okkur rétt til boðunar og þess að á okkur sé hlustað, án skilyrða og án þvingunar. Það á við hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna, hér á landi eða meðal þeirra sem minnst mega sín úti í heimi. Aðeins þannig verður tekið við fagnaðarerindinu af heilu hjarta" („Réttur til að boða trúna", Bjarmi, 1. tbl., mars 2005). Reynir bendir á störf mín og hefur þörf fyrir að setja starfsheiti mitt um tíma sem skólaprestur innan gæsalappa. Sem skólaprestur var ég starfsmaður Kristilegu skólahreyfingarinnar og studdi við starf Kristilegra skólasamtaka og Kristilegs stúdentafélags. Ég heimsótti nokkra framhaldsskóla og tók þátt í viðburðum á vegum nemenda, kenndi á Alfa-námskeiðum í Háskóla Íslands en sinnti engum störfum á vegum skólanna sjálfra en nemendur og nemendafélög höfðu leyfi til að nýta byggingarnar fyrir sitt félagsstarf eins og aðrir. Reynir minnist einnig á Ásatrúar-menn. Reynir telur sig sjá að heiðið siðgæði taki hinu kristna töluvert fram að mörgu leyti. Eitthvað minna þessi orð meira á trúboð en fræðslu. Ef hann er í Ásatrúar-félaginu er spurning hvort ekki sé ráð að hreinsa til í eigin ranni áður en taka á til hjá öðrum? Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrum skólaprestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um Vinaleiðina heldur áfram og er á margan hátt holl og góð, en þó ekki allt sem þar er sagt. Reynir Harðarson reynir með skrifum sínum í Fréttablaðinu 20. nóvember að halda því fram að við Halldór Reynisson tölum tungum tveim og ýjar að því að við lítum á óheiðarleika sem kænsku. Með því að slíta orð úr sínu upprunalega samhengi er unnt að fá flesta til að segja hvað sem er. Sem betur fer vísar Reynir í heimild sína. Orð mín sem vitnað er í eru svar við spurningunni: „Hvað er trúboð?" Þar leitast ég við að svara henni og þar sem ég tala um Þjóðkirkjuna er ég að tala um starf hennar sem unnið er alfarið á hennar forsendum, eins og kemur fram í þeim orðum sem vitnað er í. Kirkjan er boðandi samfélag. Kærleiksþjónusta kirkjunnar og kristniboðsins er unnin óháð því hver á í hlut og þar er ekki leitast við að nýta sér veikleika annarra til boðunar þó svo vissulega sé hún samkvæmt sjálfsskilningi okkar vitnisburður um kærleika Guðs. Hún er unnin á forsendum þess sem þiggur hana. Sama hefur verið sagt um Vinaleiðina og samstarf við skóla í Garðabæ, það starf er unnið á forsendum skólans en ekki kirkjunnar. Hér er því verið að tala um tvenns konar starf sem mótast af þeim forsendum sem fyrir hendi eru. Fulltrúar kirkjunnar eru sér meðvitaðir og ættu að vera vel upplýstir eftir umræðu liðinna vikna um að innan skólans lúta þeir reglum hans. Ég leyfi mér í þessu sambandi að koma með aðra tilvitnun í önnur skrif mín til að leiðrétta misskilning sem virðist vera fyrir hendi: „Boðun trúarinnar og helgihaldið eru hlutverk kirkju og heimilis. Þvinguð boðun trúarinnar þar sem aðstaðan er misnotuð til boðunar ... er afar hæpin boðunaraðferð og viðbúið að fleiri skemmdir ávextir spretti af henni en heilir og góðir þegar fram í sækir. Mikilvægt er að við ávinnum okkur rétt til boðunar og þess að á okkur sé hlustað, án skilyrða og án þvingunar. Það á við hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna, hér á landi eða meðal þeirra sem minnst mega sín úti í heimi. Aðeins þannig verður tekið við fagnaðarerindinu af heilu hjarta" („Réttur til að boða trúna", Bjarmi, 1. tbl., mars 2005). Reynir bendir á störf mín og hefur þörf fyrir að setja starfsheiti mitt um tíma sem skólaprestur innan gæsalappa. Sem skólaprestur var ég starfsmaður Kristilegu skólahreyfingarinnar og studdi við starf Kristilegra skólasamtaka og Kristilegs stúdentafélags. Ég heimsótti nokkra framhaldsskóla og tók þátt í viðburðum á vegum nemenda, kenndi á Alfa-námskeiðum í Háskóla Íslands en sinnti engum störfum á vegum skólanna sjálfra en nemendur og nemendafélög höfðu leyfi til að nýta byggingarnar fyrir sitt félagsstarf eins og aðrir. Reynir minnist einnig á Ásatrúar-menn. Reynir telur sig sjá að heiðið siðgæði taki hinu kristna töluvert fram að mörgu leyti. Eitthvað minna þessi orð meira á trúboð en fræðslu. Ef hann er í Ásatrúar-félaginu er spurning hvort ekki sé ráð að hreinsa til í eigin ranni áður en taka á til hjá öðrum? Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrum skólaprestur.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar