Þrautagöngu Birgis loksins lokið 17. nóvember 2006 13:30 Mynd/Eiríkur Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, varð í gær fyrstur íslenskra kylfinga í karlaflokki til að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi. Það gerði hann með góðri frammistöðu á lokahring úrtökumótsins fyrir næsta keppnistímabil er hann lék á besta skori dagsins, 69 höggum, og hafnaði í 24.-29. sæti. Þrjátíu efstu kylfingarnir fá þátttökurétt á að minnsta kosti 20 mótum Evrópumótaraðarinnar næsta sumar. Hann lék hringina sex á samtals einu höggi undir pari. Í gær byrjaði hann ágætlega, fékk fugl á 12. holu en hann hóf leik á þeirri 10. Á fjórtándu kom svo áfallið er hann fékk skramba og var útlitið orðið ansi dökkt þá. En hann fékk þá fjóra fugla á næstu níu holum og kom sér í góð mál. Á 6. holu, þeirri fjórðu síðustu, fékk hann svo skolla og var þá í þeirri stöðu að vera einu höggi frá þeim þrjátíu efstu. Fuglinn sem kom þá á næstu braut, þeirri sjöundu, fleytti honum aftur í hóp efstu manna og hélt hann haus síðustu tvær holurnar og hafnaði sem fyrr segir í 24.-29. sæti. „Mér líður auðvitað æðislega vel," sagði Birgir við Fréttablaðið í gær. „Það gekk svo vel í dag og ég er bara enn að átta mig á þessu. Þetta er nú orðinn áratugur og ótrúlegt að þetta sé loksins komið." Sem fyrr segir lék Birgir á besta skori dagsins í gær, 69 höggum. „Já, þú segir nokkuð. Ég vissi reyndar það ekki en maður fær mikið „kikk" úr því. Það er gott að eiga síðasta hringinn bestan þegar mest á reynir, sérstaklega í hópi allra þessara góðu kylfinga," sagði Birgir, kampakátur með þennan frábæra árangur. Margir þekktir kylfingar tóku þátt í mótinu, til að mynda tveir sem hafa keppt fyrir hönd Evrópuliðsins í Ryder Cup-keppninni. Um er að ræða Peter Baker frá Englandi og Írann Philip Walton. Þá keppti þjóðverjinn Alex Celjka einnig á mótinu en hann vann hið virta mót Volvo Masters í Andalúsíu árið 1995. Sá síðastnefndi komst áfram, lenti í 17. sæti, en hinir tveir sátu eftir. Miklar sviptingar voru lokakeppnisdaginn. Fimm kylfingum tókst að vinna sig upp í hóp efstu 30, meðal þeirra Birgir Leifur, og því jafn margir sem duttu úr hópnum. Einn þeirra er Englendingurinn Matthew King sem var í 10. sæti þegar keppni hófst í gær en lék á ellefu höggum yfir pari á lokahringnum. Hann hafnaði í 53.-55. sæti. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Golf Innlendar Íþróttir Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, varð í gær fyrstur íslenskra kylfinga í karlaflokki til að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi. Það gerði hann með góðri frammistöðu á lokahring úrtökumótsins fyrir næsta keppnistímabil er hann lék á besta skori dagsins, 69 höggum, og hafnaði í 24.-29. sæti. Þrjátíu efstu kylfingarnir fá þátttökurétt á að minnsta kosti 20 mótum Evrópumótaraðarinnar næsta sumar. Hann lék hringina sex á samtals einu höggi undir pari. Í gær byrjaði hann ágætlega, fékk fugl á 12. holu en hann hóf leik á þeirri 10. Á fjórtándu kom svo áfallið er hann fékk skramba og var útlitið orðið ansi dökkt þá. En hann fékk þá fjóra fugla á næstu níu holum og kom sér í góð mál. Á 6. holu, þeirri fjórðu síðustu, fékk hann svo skolla og var þá í þeirri stöðu að vera einu höggi frá þeim þrjátíu efstu. Fuglinn sem kom þá á næstu braut, þeirri sjöundu, fleytti honum aftur í hóp efstu manna og hélt hann haus síðustu tvær holurnar og hafnaði sem fyrr segir í 24.-29. sæti. „Mér líður auðvitað æðislega vel," sagði Birgir við Fréttablaðið í gær. „Það gekk svo vel í dag og ég er bara enn að átta mig á þessu. Þetta er nú orðinn áratugur og ótrúlegt að þetta sé loksins komið." Sem fyrr segir lék Birgir á besta skori dagsins í gær, 69 höggum. „Já, þú segir nokkuð. Ég vissi reyndar það ekki en maður fær mikið „kikk" úr því. Það er gott að eiga síðasta hringinn bestan þegar mest á reynir, sérstaklega í hópi allra þessara góðu kylfinga," sagði Birgir, kampakátur með þennan frábæra árangur. Margir þekktir kylfingar tóku þátt í mótinu, til að mynda tveir sem hafa keppt fyrir hönd Evrópuliðsins í Ryder Cup-keppninni. Um er að ræða Peter Baker frá Englandi og Írann Philip Walton. Þá keppti þjóðverjinn Alex Celjka einnig á mótinu en hann vann hið virta mót Volvo Masters í Andalúsíu árið 1995. Sá síðastnefndi komst áfram, lenti í 17. sæti, en hinir tveir sátu eftir. Miklar sviptingar voru lokakeppnisdaginn. Fimm kylfingum tókst að vinna sig upp í hóp efstu 30, meðal þeirra Birgir Leifur, og því jafn margir sem duttu úr hópnum. Einn þeirra er Englendingurinn Matthew King sem var í 10. sæti þegar keppni hófst í gær en lék á ellefu höggum yfir pari á lokahringnum. Hann hafnaði í 53.-55. sæti. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
Golf Innlendar Íþróttir Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira