Án samvinnu – engar umbætur Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 10. nóvember 2006 00:01 MenntamálUm þessar mundir er verið að ganga frá starfs- og fjárhagsáætlun fyrir leikskólasvið og menntasvið Reykjavíkur. Áætlunin er leiðarvísir að því hvernig skólamálum skuli hagað í borginni næstu tíu árin. Skemmst er frá að segja að hún verður bara orðin tóm ef kennarar eru ekki hafðir með í ráðum og áhugi þeirra virkjaður. Mikilvægt er að marka skýra framtíðarsýn í menntamálum með áherslu á aukið lýðræði og enn frekari möguleika íbúanna til þátttöku og áhrifa. Virkt lýðræði felur í sér að stjórnvöld hlusta af athygli þegar þegnarnir tala; einstaklingar, félaga- og hagsmunasamtök. Breyttir tímar kalla á nýja stjórnunarhætti. Fólk lætur ekki bjóða sér að fá tilskipanir að ofan sem það hefur ekki átt þátt í að móta og skilur jafnvel ekki tilganginn með. Eftir að grunnskólinn flutti frá ríki til sveitarfélaga urðu skólamál stærsta verkefnið sem þau fást við. Það þarf öflugan hóp fólks til að vinna að skólaumbótum ef þær eiga að ná fram að ganga. Til að menntastefna Reykjavíkur verði annað og meira en orðin tóm þarf ennfremur góða leiðtoga til að stýra framkvæmd hennar. Leiðtoga sem virkja aðra með sér til að bæta umhverfið og takast á við breytingar. Yfirmarkmið starfsáætlunarinnar er þetta: „Að börnum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf." Þetta er markmið sem fólk getur sammælst um en ríkja þarf sátt um aðgerðirnar sem eiga að hrinda markmiðinu í framkvæmd. Kennarar hafa gagnrýnt núverandi stefnu í skólamálum fyrir stóra galla á framkvæmd hugmyndarinnar um skóla án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám. Þessum athugasemdum ber að fagna og nota þær í stefnumótunarvinnunni sem nú er í gangi. Til þess að hin nýja áætlun njóti trausts og tiltrúar kennara þurfa þeir að tilheyra henni, finna að þeim er treyst til framkvæmda og þeim sýnd sanngirni og virðing. Menntastefnan þarf að vekja með þeim stolt og vilja til að vera með, hugsa gagnrýnið um starfið og koma með hugmyndir. Með kennara sem fulla þátttakendur í stefnumótun og síðar framkvæmd stefnunnar verður hún að raunveruleika. Ella ekki. Mistökin við framkvæmd stefnunnar um skóla án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám má ekki endurtaka. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
MenntamálUm þessar mundir er verið að ganga frá starfs- og fjárhagsáætlun fyrir leikskólasvið og menntasvið Reykjavíkur. Áætlunin er leiðarvísir að því hvernig skólamálum skuli hagað í borginni næstu tíu árin. Skemmst er frá að segja að hún verður bara orðin tóm ef kennarar eru ekki hafðir með í ráðum og áhugi þeirra virkjaður. Mikilvægt er að marka skýra framtíðarsýn í menntamálum með áherslu á aukið lýðræði og enn frekari möguleika íbúanna til þátttöku og áhrifa. Virkt lýðræði felur í sér að stjórnvöld hlusta af athygli þegar þegnarnir tala; einstaklingar, félaga- og hagsmunasamtök. Breyttir tímar kalla á nýja stjórnunarhætti. Fólk lætur ekki bjóða sér að fá tilskipanir að ofan sem það hefur ekki átt þátt í að móta og skilur jafnvel ekki tilganginn með. Eftir að grunnskólinn flutti frá ríki til sveitarfélaga urðu skólamál stærsta verkefnið sem þau fást við. Það þarf öflugan hóp fólks til að vinna að skólaumbótum ef þær eiga að ná fram að ganga. Til að menntastefna Reykjavíkur verði annað og meira en orðin tóm þarf ennfremur góða leiðtoga til að stýra framkvæmd hennar. Leiðtoga sem virkja aðra með sér til að bæta umhverfið og takast á við breytingar. Yfirmarkmið starfsáætlunarinnar er þetta: „Að börnum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf." Þetta er markmið sem fólk getur sammælst um en ríkja þarf sátt um aðgerðirnar sem eiga að hrinda markmiðinu í framkvæmd. Kennarar hafa gagnrýnt núverandi stefnu í skólamálum fyrir stóra galla á framkvæmd hugmyndarinnar um skóla án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám. Þessum athugasemdum ber að fagna og nota þær í stefnumótunarvinnunni sem nú er í gangi. Til þess að hin nýja áætlun njóti trausts og tiltrúar kennara þurfa þeir að tilheyra henni, finna að þeim er treyst til framkvæmda og þeim sýnd sanngirni og virðing. Menntastefnan þarf að vekja með þeim stolt og vilja til að vera með, hugsa gagnrýnið um starfið og koma með hugmyndir. Með kennara sem fulla þátttakendur í stefnumótun og síðar framkvæmd stefnunnar verður hún að raunveruleika. Ella ekki. Mistökin við framkvæmd stefnunnar um skóla án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám má ekki endurtaka. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun