Svona er Alcan í raun! 6. nóvember 2006 17:50 Eina ferðina enn gera stjórnendur Íslenska álfélagsins atlögu að starfsfólki og heiðri þess. Árlegum hreinsunum er nýlokið undir þeim formerkjum að óæskilegur starfskraftur hafi þurft að víkja. Menn með langan starfsaldur, þetta 20-30 ár, eru reknir fyrirvaralaust án nokkura ástæðna. Ísal-Alcan hlýtur að vera óheppnasta fyrirtæki á íslandi að lenda í því svona sí og æ að ráða mikið af ónothæfu starfsfólki og uppgötva síðan ekki fyrr en eftir jafnvel 30 ár að starfskrafturinn var í raun ónothæfur. Það er komið nóg! Samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ILO, um uppsagnir þarf að taka upp á Íslandi strax. Hvar eru stjórnvöld? Í vasa stóriðjufyrirtækja eins og Alcan? Ég hef fylgst með fjölmiðlaumræðu síðustu vikna og get ekki orða bundist lengur. Opnuauglýsing Alcan í Fréttablaðinu 26.10. 06 með fyrirsögninni „Svona erum við!" lýsir nokkuð vel þeim hugmyndaheimi sem stjórnendur fyrirtækisins dvelja í. Hvar eru mengunarmyndirnar og skítuga og sveitta fólkið? Í auglýsingunni er talað um heiðarleika, ábyrgð, traust og samvinnu. Nokkuð sem gerist ekki af sjálfu sér, bara við að hamra á því eins oft og hægt er. Hugmyndasmiðurinn er annaðhvort langt í burtu frá raunveruleikanum eða hann hefur talið að nokkur hundruð þúsund króna glansauglýsing geti hagrætt honum? Fyrirtækið starfrækir læknastofu með lækni á launum. Menn eru skyldugir að mæta á eina skrifstofu fyrirtækisins einu sinni á ári með þvagprufu og gangast undir læknisskoðun ellegar eiga þeir á hættu að vera reknir að undangenginni viðvörun. Lækni sem starfsmenn bera jafnvel engan trúnað til. Hvernig eru upplýsingar þær sem koma úr slíkri skoðun notaðar og hver heldur utan um þær? Er einhver t.d. frá Landlækni sem sannreynir skráningu og notkun upplýsinganna? Mig langar að segja smá sögu til að upplýsa málefnastöðu stjórnenda. Ég vann að því ásamt Kolbeini Gunnarssyni (núverandi formanni Hlífar) í tvö ár fyrir hönd félagsins að koma á starfsnámi hjá Ísal. Samið var um 10,5% kauphækkun og það metið til eininga í framhaldsskólum. Fyrir tilstuðlan okkar fékkst peningastyrkur og viðurkenning frá ríkinu til að koma því á. Eftir nærri tveggja ára undirbúningsvinnu varð námið að veruleika. Verkalýðsfélögin, og að sögn fulltrúar Ísal í starfsnámsnefndinni, lögðu til að undirritaður yrði sjálfskipaður í fyrsta hóp vegna vinnu minnar. Rannveig Rist ákvað síðan upp á sitt einsdæmi að taka völdin af nefndinni og velja þá sem voru hennir þóknanlegir án nokkurs samráðs við nefndina. Það hentaði forstjóranum ekki að hafa undirritaðan þar, enda ekki vön að þakka hverjum sem er vel unnin störf. Af hverju? Vegna skoðana minna á ákaflega lélegum aðbúnaðar- og öryggismálum? Stóri dagurinn rann upp. Hefja skyldi námið. Boðið var til veislu og Rannveig sagðist ætla að gefa okkur, fulltrúum starfsmanna, bókagjöf til að þakka vel unnin störf. Ég sagðist vera tilbúinn til að taka við slíkri gjöf ef ég fengi að taka til máls við afhendinguna. Í stuttu máli varð ekkert úr þakklætinu, hvorki fyrr né síðar, enda enginn séns tekinn á að menn taki til máls á eigin vegum í fínum kokkteilpinnaveislum fyrirtækisins! Að hætti einræðisins hefur sagan síðan verið endurrituð og nöfn okkar, fulltrúa starfsmanna í nefndinni, verið afmáð úr sögubókunum. Síðar boðaði forstjóri starfsnámsnefndina ásamt formanni Hlífar og yfirtrúnaðarmanni til einnar af sinni frægu rjómatertuveislum. Fara átti yfir hvursu vel til hefði tekist með námið. Ég var boðaður af yfirtrúnaðarmanni. Þegar ég gekk í salinn sagði Rannveig með sínu fræga þjósti: „Hva, hva? Hvað ert þú að gera hér?" Síðan bætti hún við: „Hva? Hver bauð þér hingað? Ég veit ekki til þess að þér hafi verið boðið hingað." Hún leit á fulltrúa Ísal í nefndinni, sem horfðu í gaupnir sér, og spurði: „Hvað er að ske, buðuð þið honum?" Það sló þögn á hópinn. Fyrrverandi formaður Hlífar varð meira að segja orðlaus og er þá mikið sagt. Ég settist niður og sagði yfirvegað og rólega að ég væri ekki óvanur þessari framkomu hennar og málatilbúnaði sem ætti sér enga hliðstæðu í mannlegum samskiptum og hún ætti að skammast sín hvernig hún hagaði sér í eineltistilburðum við starfsmenn. Síðan gekk ég út í rólegheitum og lokaði dyrunum varlega á eftir mér þannig að það færi ekki á milli mála að ég gekk á dyr án þess að skella eða vera með læti enda vildi ég ekki með nokkru móti stela glæpnum frá forstjóranum. Samt hélt hún því á lofti síðar að ég hefði hellt mér yfir hana og skellt á eftir mér. Formaður Hlífar leiðrétti það við hana síðar. Heiðarleiki, ábyrgð, traust og samvinna eru stór orð. Þessi saga er sögð, svona til útskýringa á því hvað við er að fást. Raunveruleg gildi og óskgildi er ekki það sama. Þessi saga er ein af ótal mörgum ósögðum sögum um mengunarmál og framkomu stjórnenda svo það helsta sé upptalið. Sögur t.d. af undirstjórnendum sem stillt er upp við vegg til að finna eitthvað á starfsmenn svo hægt sé að reka þá. Höfundur starfaði hjá Ísal í nærri tvo áratugi og er fyrrverandi trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður í skautsmiðju Ísal. Rannveig Rist ákvað síðan upp á sitt einsdæmi að taka völdin af nefndinni og velja þá sem voru hennir þóknanlegir án nokkurs samráðs við nefndina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eina ferðina enn gera stjórnendur Íslenska álfélagsins atlögu að starfsfólki og heiðri þess. Árlegum hreinsunum er nýlokið undir þeim formerkjum að óæskilegur starfskraftur hafi þurft að víkja. Menn með langan starfsaldur, þetta 20-30 ár, eru reknir fyrirvaralaust án nokkura ástæðna. Ísal-Alcan hlýtur að vera óheppnasta fyrirtæki á íslandi að lenda í því svona sí og æ að ráða mikið af ónothæfu starfsfólki og uppgötva síðan ekki fyrr en eftir jafnvel 30 ár að starfskrafturinn var í raun ónothæfur. Það er komið nóg! Samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ILO, um uppsagnir þarf að taka upp á Íslandi strax. Hvar eru stjórnvöld? Í vasa stóriðjufyrirtækja eins og Alcan? Ég hef fylgst með fjölmiðlaumræðu síðustu vikna og get ekki orða bundist lengur. Opnuauglýsing Alcan í Fréttablaðinu 26.10. 06 með fyrirsögninni „Svona erum við!" lýsir nokkuð vel þeim hugmyndaheimi sem stjórnendur fyrirtækisins dvelja í. Hvar eru mengunarmyndirnar og skítuga og sveitta fólkið? Í auglýsingunni er talað um heiðarleika, ábyrgð, traust og samvinnu. Nokkuð sem gerist ekki af sjálfu sér, bara við að hamra á því eins oft og hægt er. Hugmyndasmiðurinn er annaðhvort langt í burtu frá raunveruleikanum eða hann hefur talið að nokkur hundruð þúsund króna glansauglýsing geti hagrætt honum? Fyrirtækið starfrækir læknastofu með lækni á launum. Menn eru skyldugir að mæta á eina skrifstofu fyrirtækisins einu sinni á ári með þvagprufu og gangast undir læknisskoðun ellegar eiga þeir á hættu að vera reknir að undangenginni viðvörun. Lækni sem starfsmenn bera jafnvel engan trúnað til. Hvernig eru upplýsingar þær sem koma úr slíkri skoðun notaðar og hver heldur utan um þær? Er einhver t.d. frá Landlækni sem sannreynir skráningu og notkun upplýsinganna? Mig langar að segja smá sögu til að upplýsa málefnastöðu stjórnenda. Ég vann að því ásamt Kolbeini Gunnarssyni (núverandi formanni Hlífar) í tvö ár fyrir hönd félagsins að koma á starfsnámi hjá Ísal. Samið var um 10,5% kauphækkun og það metið til eininga í framhaldsskólum. Fyrir tilstuðlan okkar fékkst peningastyrkur og viðurkenning frá ríkinu til að koma því á. Eftir nærri tveggja ára undirbúningsvinnu varð námið að veruleika. Verkalýðsfélögin, og að sögn fulltrúar Ísal í starfsnámsnefndinni, lögðu til að undirritaður yrði sjálfskipaður í fyrsta hóp vegna vinnu minnar. Rannveig Rist ákvað síðan upp á sitt einsdæmi að taka völdin af nefndinni og velja þá sem voru hennir þóknanlegir án nokkurs samráðs við nefndina. Það hentaði forstjóranum ekki að hafa undirritaðan þar, enda ekki vön að þakka hverjum sem er vel unnin störf. Af hverju? Vegna skoðana minna á ákaflega lélegum aðbúnaðar- og öryggismálum? Stóri dagurinn rann upp. Hefja skyldi námið. Boðið var til veislu og Rannveig sagðist ætla að gefa okkur, fulltrúum starfsmanna, bókagjöf til að þakka vel unnin störf. Ég sagðist vera tilbúinn til að taka við slíkri gjöf ef ég fengi að taka til máls við afhendinguna. Í stuttu máli varð ekkert úr þakklætinu, hvorki fyrr né síðar, enda enginn séns tekinn á að menn taki til máls á eigin vegum í fínum kokkteilpinnaveislum fyrirtækisins! Að hætti einræðisins hefur sagan síðan verið endurrituð og nöfn okkar, fulltrúa starfsmanna í nefndinni, verið afmáð úr sögubókunum. Síðar boðaði forstjóri starfsnámsnefndina ásamt formanni Hlífar og yfirtrúnaðarmanni til einnar af sinni frægu rjómatertuveislum. Fara átti yfir hvursu vel til hefði tekist með námið. Ég var boðaður af yfirtrúnaðarmanni. Þegar ég gekk í salinn sagði Rannveig með sínu fræga þjósti: „Hva, hva? Hvað ert þú að gera hér?" Síðan bætti hún við: „Hva? Hver bauð þér hingað? Ég veit ekki til þess að þér hafi verið boðið hingað." Hún leit á fulltrúa Ísal í nefndinni, sem horfðu í gaupnir sér, og spurði: „Hvað er að ske, buðuð þið honum?" Það sló þögn á hópinn. Fyrrverandi formaður Hlífar varð meira að segja orðlaus og er þá mikið sagt. Ég settist niður og sagði yfirvegað og rólega að ég væri ekki óvanur þessari framkomu hennar og málatilbúnaði sem ætti sér enga hliðstæðu í mannlegum samskiptum og hún ætti að skammast sín hvernig hún hagaði sér í eineltistilburðum við starfsmenn. Síðan gekk ég út í rólegheitum og lokaði dyrunum varlega á eftir mér þannig að það færi ekki á milli mála að ég gekk á dyr án þess að skella eða vera með læti enda vildi ég ekki með nokkru móti stela glæpnum frá forstjóranum. Samt hélt hún því á lofti síðar að ég hefði hellt mér yfir hana og skellt á eftir mér. Formaður Hlífar leiðrétti það við hana síðar. Heiðarleiki, ábyrgð, traust og samvinna eru stór orð. Þessi saga er sögð, svona til útskýringa á því hvað við er að fást. Raunveruleg gildi og óskgildi er ekki það sama. Þessi saga er ein af ótal mörgum ósögðum sögum um mengunarmál og framkomu stjórnenda svo það helsta sé upptalið. Sögur t.d. af undirstjórnendum sem stillt er upp við vegg til að finna eitthvað á starfsmenn svo hægt sé að reka þá. Höfundur starfaði hjá Ísal í nærri tvo áratugi og er fyrrverandi trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður í skautsmiðju Ísal. Rannveig Rist ákvað síðan upp á sitt einsdæmi að taka völdin af nefndinni og velja þá sem voru hennir þóknanlegir án nokkurs samráðs við nefndina.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar