Lífið

Cruz vill fá Kidman

Penelope Cruz og Tom Cruise voru par í tvö og hálft ár.
Penelope Cruz og Tom Cruise voru par í tvö og hálft ár.

Svo gæti farið að Nicole Kidman og Penelope Cruz, fyrrverandi konur Toms Cruise, leiki saman í næstu mynd spænska leikstjórans Pedros Almodovar.

Hafa bæði Cruz og Almodovar lagt hart að Kidman að taka að sér hlutverkið. „Pedro veit að ég hef hrifist mjög af verkum Nicole. Hún er frábær manneskja,“ sagði Cruz.

Tom Cruise og Cruz hættu saman í janúar árið 2004 eftir tveggja og hálfs árs samband. Hittust þau við tökur á myndinni Vanilla Sky, nokkrum vikum áður en Cruise gekk opinberlega frá skilnaði við Kidman. Neituðu bæði Cruise og Cruz því að hafa átt í ástarsambandi á meðan hann var enn kvæntur Kidman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.