Ég vil skattfrelsi líknarfélaga 26. október 2006 05:00 Líknarfélög hér á landi vinna margvísleg þjóðþrifaverk. Þau njóta samt ekki sömu skattfríðinda og líknarfélög í Evrópu og Bandaríkjunum. Þegar ég sat á Alþingi lagði ég fram þingsályktunartillögu um skattfrelsi íslenskra líknarfélaga. Í henni er lagt til að fjármálaráðherra leggi fyrir Alþingi frumvarp um að skattreglum verði breytt þannig að íslensk líknarfélög njóti sömu skattfríðinda og erlendis. Ég hef lagt mesta áherslu á undanþágu vegna fjármagnstekjuskatts, því löng reynsla mín af starfi fyrir líknarfélög sýnir mér, að það er stærsti bitinn sem ríkið klípur af þeim með skattheimtu.Ísland er eftirbátur annarraÍ dag njóta íslensk líknarfélög ekki undanþágu frá greiðslu fjármagnstekjuskatts. Þau eru heldur ekki undanþegin erfðafjárskatti eftir lagabreytingu 2004. Þau hafa ekki lagalegan rétt til endurgreiðslu á virðisaukaskatti á aðföngum. Á Íslandi er einstaklingum heldur ekki heimilt að draga framlög sín til góðgerðarfélaga eða líknarfélaga frá skattstofni - eins og gilti þó eitt sinn og var þeim mikil lyftistöng. Í Evrópu og Bandaríkjunum eru allar þessar undanþágur í gildi. Þar skilja stjórnvöld greinilega betur, hversu gríðarlega mikilvægt starf líknarfélaga er, og hversu þýðingarmikið er að styðja við bakið á þeim.Ísland er reyndar eina landið sem ég veit um þar sem stjórnvöld ýta ekki undir framlög einstaklinga til líknarfélaga með því að leyfa þeim að draga framlagið frá skattstofni. Í öllum öðrum löndum er skattafrádráttur vegna framlaga til góðgerðarsamtaka og líknarfélaga talinn vera mikilvæg hvatning til einstaklinga til að láta eitthvað af höndum rakna til starfsemi þeirra.Þetta kom fram í skýrslu sem Jónas Guðmundsson, hagfræðingur, gerði 2004 fyrir ýmis hjálparsamtök hér á landi. Lögaðilar mega þó hér á landi draga 0,5% af tekjum sínum frá skattstofni vegna framlaga til líknar- og mannúðarmála.Mikilvægt hlutverk líknarfélagaÉg hef sjálf unnið í áratug fyrir ýmis styrktarsamtök eins og SÍBS og Neistann styrktarfélag hjartveikra barna. Styrktarsjóður hjartveikra barna hefur til dæmis á sl. 5 árum samtals greitt í fjármagnstekjuskatt af vaxtatekjum kringum 1700 þúsund kr. Óhætt er að segja að það skýtur skökku við, að frjáls félagasamtök sem með söfnunum og sjálfboðastarfi létta á útgjöldum ríkisins skuli þurfa að greiða því háar upphæðir í skatta af vaxtatekjum.Líknarfélög, eins og Umhyggja, Styrktarsjóður hjartveikra barna, Krabbameinsfélagið og SKB svo eitthvað sé nefnt, vinna að verðugum félagslegum verkefnum, sem opinberar stofnanir þyrftu annars að sinna. Hið opinbera þyrfti þá að verja til þess meira af fjármagni skattborgaranna en ella. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að það væri æskilegt að frjáls líknarsamtök og góðgerðarsamtök tækju að sér meira hlutverk í samfélaginu í framtíðinni. Þau vinna af hugsjónum.Starf þeirra er yfirleitt ólaunað sjálfboðaliðastarf. Þau eiga betur með að hjálpa einstaklingum er ópersónulegar stofnanir, hversu góðir einstaklingarnir eru sem þar vinna. Þess vegna eiga stjórnvöld að auðvelda þeim tilveruna með því að létta af þeim skatti, og beita skattareglum til að örva almenning til að láta fé renna til þeirra.Ferns konar breytingarTilgangur minn með tillögunni er því að fá stjórnvöld til að breyta skattalögum með ferns konar hætti: Líknarfélög ættu ekki að þurfa að greiða fjármagnstekjuskatt og erfðafjárskatt. Auk þess ættu þau að fá lagalegan rétt til endurgreiðslu á virðisaukaskatti á aðföngum, og einstaklingar ættu að fá rúma heimild til að draga frá skattstofni sínum framlög til líknarfélaga.Höfundur er varaþingmaður og frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Líknarfélög hér á landi vinna margvísleg þjóðþrifaverk. Þau njóta samt ekki sömu skattfríðinda og líknarfélög í Evrópu og Bandaríkjunum. Þegar ég sat á Alþingi lagði ég fram þingsályktunartillögu um skattfrelsi íslenskra líknarfélaga. Í henni er lagt til að fjármálaráðherra leggi fyrir Alþingi frumvarp um að skattreglum verði breytt þannig að íslensk líknarfélög njóti sömu skattfríðinda og erlendis. Ég hef lagt mesta áherslu á undanþágu vegna fjármagnstekjuskatts, því löng reynsla mín af starfi fyrir líknarfélög sýnir mér, að það er stærsti bitinn sem ríkið klípur af þeim með skattheimtu.Ísland er eftirbátur annarraÍ dag njóta íslensk líknarfélög ekki undanþágu frá greiðslu fjármagnstekjuskatts. Þau eru heldur ekki undanþegin erfðafjárskatti eftir lagabreytingu 2004. Þau hafa ekki lagalegan rétt til endurgreiðslu á virðisaukaskatti á aðföngum. Á Íslandi er einstaklingum heldur ekki heimilt að draga framlög sín til góðgerðarfélaga eða líknarfélaga frá skattstofni - eins og gilti þó eitt sinn og var þeim mikil lyftistöng. Í Evrópu og Bandaríkjunum eru allar þessar undanþágur í gildi. Þar skilja stjórnvöld greinilega betur, hversu gríðarlega mikilvægt starf líknarfélaga er, og hversu þýðingarmikið er að styðja við bakið á þeim.Ísland er reyndar eina landið sem ég veit um þar sem stjórnvöld ýta ekki undir framlög einstaklinga til líknarfélaga með því að leyfa þeim að draga framlagið frá skattstofni. Í öllum öðrum löndum er skattafrádráttur vegna framlaga til góðgerðarsamtaka og líknarfélaga talinn vera mikilvæg hvatning til einstaklinga til að láta eitthvað af höndum rakna til starfsemi þeirra.Þetta kom fram í skýrslu sem Jónas Guðmundsson, hagfræðingur, gerði 2004 fyrir ýmis hjálparsamtök hér á landi. Lögaðilar mega þó hér á landi draga 0,5% af tekjum sínum frá skattstofni vegna framlaga til líknar- og mannúðarmála.Mikilvægt hlutverk líknarfélagaÉg hef sjálf unnið í áratug fyrir ýmis styrktarsamtök eins og SÍBS og Neistann styrktarfélag hjartveikra barna. Styrktarsjóður hjartveikra barna hefur til dæmis á sl. 5 árum samtals greitt í fjármagnstekjuskatt af vaxtatekjum kringum 1700 þúsund kr. Óhætt er að segja að það skýtur skökku við, að frjáls félagasamtök sem með söfnunum og sjálfboðastarfi létta á útgjöldum ríkisins skuli þurfa að greiða því háar upphæðir í skatta af vaxtatekjum.Líknarfélög, eins og Umhyggja, Styrktarsjóður hjartveikra barna, Krabbameinsfélagið og SKB svo eitthvað sé nefnt, vinna að verðugum félagslegum verkefnum, sem opinberar stofnanir þyrftu annars að sinna. Hið opinbera þyrfti þá að verja til þess meira af fjármagni skattborgaranna en ella. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að það væri æskilegt að frjáls líknarsamtök og góðgerðarsamtök tækju að sér meira hlutverk í samfélaginu í framtíðinni. Þau vinna af hugsjónum.Starf þeirra er yfirleitt ólaunað sjálfboðaliðastarf. Þau eiga betur með að hjálpa einstaklingum er ópersónulegar stofnanir, hversu góðir einstaklingarnir eru sem þar vinna. Þess vegna eiga stjórnvöld að auðvelda þeim tilveruna með því að létta af þeim skatti, og beita skattareglum til að örva almenning til að láta fé renna til þeirra.Ferns konar breytingarTilgangur minn með tillögunni er því að fá stjórnvöld til að breyta skattalögum með ferns konar hætti: Líknarfélög ættu ekki að þurfa að greiða fjármagnstekjuskatt og erfðafjárskatt. Auk þess ættu þau að fá lagalegan rétt til endurgreiðslu á virðisaukaskatti á aðföngum, og einstaklingar ættu að fá rúma heimild til að draga frá skattstofni sínum framlög til líknarfélaga.Höfundur er varaþingmaður og frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar