Spákaupmaðurinn: Alltaf á floti 25. október 2006 00:01 Ég er búinn að stafla upp í Glitni að undanförnu með góðum árangri. Bankinn hefur verið að taka við sér undanfarin misseri, eftir að forstjórinn gat farið að einbeita sér að öðru en að passa bakið á sér. Glitnir hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu. Tekið stærstu dílanna og nýtur kjölfestuhluthafa í stórum verkefnum. Fyrirtækjasviðið hefur verið að koma í ljós og svo virðist þetta offshore dæmi sem enginn skilur, einmitt hafa þann kost að enginn skilur það og þeir þurfa því ekki að vera að atast í jafn mikilli samkeppni á því svæði fyrir vikið. Sniðugt hjá þeim. Hitt sem ég er að veðja á er að stórir hluthafar bankans sitja á óleystu vandamáli sem er eignin í Straumi - Burðaráss. Flestir á markaði eru á því að til einhvers konar uppgjörs muni koma. Líklegast verði uppskipti á eignum og Straumur sigli inn í FL Group, Glitni og Landsbankann. Aðrir segja að Kalli Werners muni taka hlut í Straumi. Þar leggja menn til grundvallar að Karl hefur unnið með Björgólfi Thor í Actavis og getur hugsanlega leyst hluti með Björgólfi sem hinir geta ekki. Hinn möguleikinn er að Karl kaupi ásamt fleirum Björgólf út úr Straumi og þar með verði eignarhaldið svipað og á Glitni. Kannski að nýtt fjárfestingarfélag undir stjórn fyrrverandi forstjóra Straums kæmi aftur að málum. Hver veit! Ég skal ekki segja hver verður niðurstaðan. Mér finnst einhvers konar uppgjör óumflýjanlegt, en það skiptir ekki öllu máli. Líklegt er að spenna muni skapast um fyrirtækið og það hefur áhrif á gengi bréfa. Mér finnst því góður möguleiki á að maður geti hagnast á þessu svæði vegna átaka og spennu. Mér er í sjálfu sér sama hver er ástæða þess að ég græði. Annars hef ég varann á mér. Ég er ekki viss um að markaðurinn eigi mikið inni í bili. Krónan er orðinn sterkari en innistæða er fyrir til lengdar og eignir í útlöndum gefa ágætlega af sér. Ég hef verið að bæta verulega við erlenda stöðu síðan í fyrra. Gerði smá hlé þegar krónan féll. Gamla reglan um eggin og körfuna er í fullu gildi og ég ætla ekki að fara á skjálftavaktina þótt krónan falli. Þegar grynnkar í einum vasanum, þá er gott að hafa annan sem fyllist hraðar en maður hefur tök á að tæma. Þannig er það nú með mann eins og mig sem alltaf er á floti þótt aðrir sökkvi. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Ég er búinn að stafla upp í Glitni að undanförnu með góðum árangri. Bankinn hefur verið að taka við sér undanfarin misseri, eftir að forstjórinn gat farið að einbeita sér að öðru en að passa bakið á sér. Glitnir hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu. Tekið stærstu dílanna og nýtur kjölfestuhluthafa í stórum verkefnum. Fyrirtækjasviðið hefur verið að koma í ljós og svo virðist þetta offshore dæmi sem enginn skilur, einmitt hafa þann kost að enginn skilur það og þeir þurfa því ekki að vera að atast í jafn mikilli samkeppni á því svæði fyrir vikið. Sniðugt hjá þeim. Hitt sem ég er að veðja á er að stórir hluthafar bankans sitja á óleystu vandamáli sem er eignin í Straumi - Burðaráss. Flestir á markaði eru á því að til einhvers konar uppgjörs muni koma. Líklegast verði uppskipti á eignum og Straumur sigli inn í FL Group, Glitni og Landsbankann. Aðrir segja að Kalli Werners muni taka hlut í Straumi. Þar leggja menn til grundvallar að Karl hefur unnið með Björgólfi Thor í Actavis og getur hugsanlega leyst hluti með Björgólfi sem hinir geta ekki. Hinn möguleikinn er að Karl kaupi ásamt fleirum Björgólf út úr Straumi og þar með verði eignarhaldið svipað og á Glitni. Kannski að nýtt fjárfestingarfélag undir stjórn fyrrverandi forstjóra Straums kæmi aftur að málum. Hver veit! Ég skal ekki segja hver verður niðurstaðan. Mér finnst einhvers konar uppgjör óumflýjanlegt, en það skiptir ekki öllu máli. Líklegt er að spenna muni skapast um fyrirtækið og það hefur áhrif á gengi bréfa. Mér finnst því góður möguleiki á að maður geti hagnast á þessu svæði vegna átaka og spennu. Mér er í sjálfu sér sama hver er ástæða þess að ég græði. Annars hef ég varann á mér. Ég er ekki viss um að markaðurinn eigi mikið inni í bili. Krónan er orðinn sterkari en innistæða er fyrir til lengdar og eignir í útlöndum gefa ágætlega af sér. Ég hef verið að bæta verulega við erlenda stöðu síðan í fyrra. Gerði smá hlé þegar krónan féll. Gamla reglan um eggin og körfuna er í fullu gildi og ég ætla ekki að fara á skjálftavaktina þótt krónan falli. Þegar grynnkar í einum vasanum, þá er gott að hafa annan sem fyllist hraðar en maður hefur tök á að tæma. Þannig er það nú með mann eins og mig sem alltaf er á floti þótt aðrir sökkvi. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira