Lífið

Trier hræddur, Friðrik sáttur

Lars von Trier
Er hræddur við síaukin áhrif Íslendinga í höfuðborg Dana, Kaupmannahöfn.
Lars von Trier Er hræddur við síaukin áhrif Íslendinga í höfuðborg Dana, Kaupmannahöfn.

Kvikmyndaleikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson var viðstaddur forsýningu kvikmyndarinnar Direktøren for det hele sem er nýjasta afurð furðufuglsins og sérvitringsins Lars Von Trier en Friðrik leikur stórt hlutverk í myndinni. Fullt var út úr húsi í einu stærsta kvikmyndahúsi heims sem tekur í kringum fjórtán hundruð gesti í sæti en þetta er í fyrsta skipti sem Trier frumsýnir mynd í Danmörku.

Direktøren for det hele er meðal annars merkileg fyrir þær sakir að hún fjallar um innrás íslenskra viðskiptamanna í Danmörku og lýsti Trier því nýlega yfir í viðtali við breska blaðið The Guardian að hann væri uggandi yfir útrás þessarar fyrrum nýlendu konungsveldisins. Allir Íslendingar hata Dani og Danmörku fyrir að hafa þurft að lúta stjórn landsins, sagði Trier við The Guardian.

Friðrik Þór leikur íslenskan viðskiptajöfur í myndinni sem hyggst söðla undir sig danskt fyrirtæki og var leikstjórinn sáttur við frammistöðu sína. Þessi leikstjórar eyðileggja alltaf þetta fína sem við leikararnir gerum, segir hann og hlær. Trier er alltaf að finna uppá einhverju sem gerir kvikmyndagerð erfiða, segir Friðrik. Hann hafði tölvu sem stjórnaði tökunum að mestu leyti, það mátti ekki taka upp sama vinkilinn tvisvar og leikarar urðu að leika á fullum krafti þrátt fyrir að vera ekki í mynd, útskýrir Friðrik sem bjóst við því að koma heim til Íslands áður en myndin yrði sýnd hér á landi en The Boss of it All mun vera lokamyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.