Lífið

Cliff Richard spilar í Höllinni

Cliff richard Söngvarinn heimsfrægi heldur tónleika í Laugardalshöll í mars á næsta ári.
Cliff richard Söngvarinn heimsfrægi heldur tónleika í Laugardalshöll í mars á næsta ári.

Söngvarinn og goðsögnin Sir Cliff Richard heldur tónleika í Laugardalshöll hinn 28. mars á næsta ári.

Þar mun hann ásamt stórri hljómsveit flytja flest sín þekktustu lög. Með Richard koma yfir tuttugu manns auk þess sem tæp fimm tonn af tækjum og tólum fylgja honum til landsins.

Hann er einn af þessum allra stærstu í gegnum tíðina þó svo að hann sé ekki mjög áberandi akkúrat núna, segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. Hann er vanur stærri stöðum og sviðum en þetta verður flott show hjá honum.

Richard fæddist í Lucklow í Indlandi 14. október árið 1940 en var alinn upp í London.

Hann er vinsælasti tónlistarmaður Bretlands frá upphafi með yfir sextíu lög sem hafa náð inn á topp tíu þar í landi. Þar af hafa fjórtán lög komist alla leið á toppinn.

Cliff Richard hefur selt yfir 250 milljónir platna á farsælum ferli sínum, fleiri en Bítlarnir, sem eru í öðru sæti, og Elvis Presley.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.