Lífið

Sumarið er búið

Hljómsveitin Morðingjarnir Það eru engir aukvisar sem leika á fyrsta „sköllfesti“ Gagn­augans.
Hljómsveitin Morðingjarnir Það eru engir aukvisar sem leika á fyrsta „sköllfesti“ Gagn­augans.

Markmið fyrstu tónlistarhátíðar Gagnaugans er að bjóða upp á háklassa tónlist með íslenskum og erlendum flytjendum en unnendur harðkjarnamúsíkur ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í Helli Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar úti á Hólmaslóð í kvöld.

Réttnefnd yfirskrift hátíðarinnar er „Sumarið er búið“ og stefna forsvarsmennirnir að því að gera þetta að árlegum viðburði. Þess er getið í fréttatilkynningu frá aðstandendum „hauskúpu­hátíðarinnnar“ að engir aukvisar verði á sviðinu í kvöld og fjölbreytileikinn í fyrirrúmi.

Frumkvöðlarnir í hljómsveitinni Shai Hulud munu spila í annað sinn fyrir íslenska hlustendur en auk þeirra koma fram hljómsveitirnar Changer, Morðingjarnir, Celestine, Benny Crespo‘s Gang, Severed Crotch og I Adapt.

Ekkert aldurstakmark er á hátíðina enda kjörin skemmtun fyrir alla fjölskylduna, miðaverði er stillt í hóf - svo og tónleikatímanum, sem miðast að því að allir geti tekið strætó heim af Hólmaslóðinni. Öll neysla á áfengi eða öðrum vímuefnum er stranglega bönnuð og ógildir tónleikamiðann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.