Lífið

Fergie ver Díönu

Sarah Ferguson
Sarah Ferguson
Nýjasta bók Pauls Burrell, The Way We Were, hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bretlandi en þar heldur Burrell áfram að segja frá árum sínum í þjónustu Díönu prinsessu. Nú hefur fyrrverandi mágkona Díönu, Sarah Ferguson, ákveðið að koma Díönu til varnar og segir bókina vera til háborinnar skammar. "Fyrst hann fær eitthvað út úr því að skrifa um látna manneskju sem getur enga vörn sér veitt þá verður svo að vera," sagði Ferguson í spjallþættinum Good Day L.A. og var greinilega heitt í hamsi, sérstaklega vegna þess að Burrell lætur að því liggja að synir Díönu og Karls Bretaprins, Vilhjálmur og Harry, heiðri ekki lengur minningu móður sinnar. "Við elskum hana öll en af hverju getur fólk ekki bara látið hana og strákana í friði?" sagði Fergie.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.