Lífið

Lærimeistarar í stað dómara

Skráningar fyrir X-Factor þátt Stöðvar 2 eru hafnar og hafa þegar tugir áhugasamra skráð sig til leiks. Áheyrnarprufur hefjast 3. október á KEA-hótelinu en síðan verður haldið til höfuðborgarinnar þar sem prufur fara fram dagana 14. og 15. október á Nordica hóteli.

Að sögn Þórs Freyssonar, framleiðanda þáttanna, eru aðstandendur X-Factor mjög spenntir að sjá hvernig tónlistarmenn landsins bregðast við þættinum í ljósi þess að takmarkanir á þátttöku eru nánast engar, þátttakendur þurfa eingöngu að hafa náð sextán ára aldri. Þetta geta verið söngvarar, sönghópar eða hljómsveitir, segir Þór. Allt snýst þetta um leitina að hinum óþekkta eiginleika, bætir hann við.

Þór Freysson Segir X-Factor bæði snúast um baráttu milli þátttakendanna og baráttu milli dómaranna þriggja.

X-Factor er einnig frábrugðinn hinum vinsæla Idol-þætti að því leyti að dómararnir hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna en sem kunnugt er er dómnefndin skipuð þeim Einari Bárðarsyni, Ellý í Q4U og Páli Óskari. Eftir að áheyrnarprufunum lýkur verða þau hálfgerðir lærimeistarar, segir Þór en eftir áramót er reiknað með að tólf atriði standi eftir, fjögur frá hverjum dómara. Í úrslitaþættinum verða síðan þrjú atriði sem berjast um þennan titil, segir Þór.

Þetta er nefnilega ekki síður keppni á milli þeirra heldur en keppendanna, bætir Þór við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.