Lífið

Suri í dagsljósið

cruise og holmes Tom Cruise og Katie Holmes eignuðust dótturina Suri þann 18. apríl.
cruise og holmes Tom Cruise og Katie Holmes eignuðust dótturina Suri þann 18. apríl.

Fyrstu ljósmyndirnar af Suri, barni Tom Cruise og Katie Holmes, voru birtar opinberlega í tímaritinu Vanity Fair í gær. Suri fæddist 18. apríl en hafði ekki sést opinberlega fyrr en í gær.

Alls voru 22 blaðsíður lagðar undir Suri og foreldra hennar. Meðal annars eru þar myndir af Katie Holmes liggjandi á bakinu haldandi á henni og af Cruise og Holmes þar sem Suri gægist upp úr leðurjakka Cruise.

Með myndbirtingunni hefur verið bundinn endi á þær vangaveltur sem hafa verið uppi um það hvers vegna engar myndir hefðu verið birtar af Suri. Meðal annars hefur verið leitt að því líkum að barnið hafi í raun og veru aldrei fæðst.

Vanity Fair borgaði ekkert fyrir myndirnar, öfugt við Angelinu Jolie og Brad Pitt sem létu ágóðann af myndum af barni sínu renna til góðgerðarmála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.