Lífið

Margbrotin myndlist í Reykjanesbæ

Steinunn marteinsdóttir Sýnir á vegum Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum.
Steinunn marteinsdóttir Sýnir á vegum Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum.

Myndlistarmönnum hefur fækkað í Reykjanesbæ eftir Ljósanótt um síðustu helgi en talið er að allt að hundrað myndlistarmenn hafi komið að sýningum í bænum um þá helgi sem hlýtur að vera met miðað við höfðatölu.

Nú stendur yfir sýning á vegum Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum en þar sýnir Steinunn Marteinsdóttir í Listasalnum. Verk Steinunnar eru unnin á árunum 1961-2006 og ber sýningin það heiti. Hún er opin virka daga milli 13-17.30 og stendur til 15. október. Steinunn opnar aðra sýningu síðar í mánuðinum í Listasafni Mosfellsbæjar, Þverholti 2.

Í Duushúsi er einnig að finna sýningu á vegum Handverks og hönnunar en í Bíósalnum gefur að líta fjölbreytta úrval verka eftir íslenskt myndlistar- og handverksfólk.

Sýningin Project Patterson, sem er samstarfsverkefni Listasafnsins og gallerísins Suðsuðvesturs verður opin næstu tvær helgar, milli 13-18. Sú sýning er í Sundhöllinni við Framnesveg og á Hafnargötu 22 en safnið bendir sérstaklega á að sýningin í Sundhöllin hæfi ekki viðkvæmum gestum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.