Lífið

Sign í tónleikaferð

sign Hljómsveitin Sign er á leið í tónleikaferð um Evrópu í næsta mánuði.
sign Hljómsveitin Sign er á leið í tónleikaferð um Evrópu í næsta mánuði.

Rokksveitin Sign mun hita upp fyrir bandarísku hljómsveitina Wednesday 13 á tónleikaferðalagi hennar um Evrópu í september og október.

Tónleikaferðin hefst í Manchester 16. september og lýkur í London 5. október. Utan Bretlands spila hljómsveitirnar í Þýskalandi, Frakklandi, Belgíu og Hollandi, eða samtals 17 tónleika á 20 dögum.

Sign er um þessar mundir að undirbúa útgáfu á nýrri smáskífu sem nefnist So Pretty og er endurgerð af samnefndu lagi á plötu þeirra, Thank God for Silence. Chris Sheldon sér um endurhljóðblöndunina en hann hefur áður unnið með hljómsveitum á borð við Foo Fighters, Therapy? og Radiohead.

Sign heldur á tónleikaferð um Ísland dagana 5. til 14. september og verða dagsetningar og staðir tilkynntir nánar í lok næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.