Hótar að kæra

Leikarinn Owen Wilson hótar að kæra alla þá sem saka hann um að vera valdur að skilnaði leikkonunnar Kate Hudson. Aðeins nokkrum dögum eftir að Hudson sagði frá skilnaði sínum og eiginmanns síns til sex ára, Chris Robinson, fóru af stað sögusagnir um meint ástarsamband hennar og Wilsons. Talsmenn leikaranna vilja ekki staðfesta orðróminn en fullvissa að Wilson hafi ekki átt neinn þátt í skilnaðinum. Wilson er búinn að ráða lögfræðing sem sér um að kæra alla þá sem halda öðru fram.