Lífið

Valin ein af sjö flottustu búðum í heimi

sælgætisbúð Versluninn Kronkron var valinn ein af sjö flottustu búðum í heiminum í dag af tískuritinu Eurowoman.
sælgætisbúð Versluninn Kronkron var valinn ein af sjö flottustu búðum í heiminum í dag af tískuritinu Eurowoman.

Við er himinlifandi yfir þessu vali, segir Magni Þorsteinsson hárgreiðslumaður og annar eigandinn af tískuvöruversluninni Kronkron sem var valin ein af sjö flottustu búðum í heiminum í dag af hinu virta danska tískuriti Eurowoman.

Í grein blaðsins kemur meðal annars fram að Kronkron er talinn vera leiðandi í tísku og lífstíl á Íslandi með flottum merkjum og fallegri og skemmtilegri hönnun. Einnig er sagt að Kronkron sé eins og sælgætisbúð þar sem öll fötin njóta sín og eru girnileg fyrir viðskiptavininn.

Kronkron er sett í flokki með nokkrum af þekktustu tískuvöruverslunum í heiminum í dag svo sem Barneys í New York, Colette í París og 10 Corso Como í Mílanó. Það er því mikill heiður að tískuvöruverslun á Íslandi komist inn á þennan lista.

Við vorum búin að fá fregnir af þessu en vissum ekki að þetta væri svona stórt. Núna erum við stödd á tískuvikunni í Danmörku og menn ausa yfir okkur hamingjuóskum sem er alveg frábært, segir Magni en hinn eigandi búðarinnar er kona hans, Hugrún Árnadóttir, sem gjarna er kennd við skóðbúðina Kron sem þau eiga einnig. Magni er einn af eigendum hárgreiðslustofunnar Rauðhetta og úlfurinn og segist því sjálfur vera mikið á hlaupum milli stofunnar og búðarinnar.

Auðvitað hefur þetta mikil áhrif á okkur og aðallega þá auðveldar þetta okkar vinnu til muna því í stað þess að sækjast eftir merkjum þá eru merkin farin að sækjast eftir því að komast í búðina. Kronkron er aðeins tæplega tveggja ára gömul og byrjaði í litlu húsnæði á Laugaveginum en svo í mars 2006 opnuða hún í stóru húsnæði á horni Laugavegs og Vitastígs. Þetta er því mikill heiður fyrir svona unga búð og segir Magni að mikið spennandi sé í bígerð hjá þeim og því verður gaman að fylgjst með þróun verslunarinnar Kronkron í framtíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.