Lífið

Logandi listabál

Myndlistarmaðurinn Jørgen Hansen og vinnuhópur hans Kveikja í þriggja metra háum leirskúlptúr á Menningarnótt.
Myndlistarmaðurinn Jørgen Hansen og vinnuhópur hans Kveikja í þriggja metra háum leirskúlptúr á Menningarnótt. MYND/HÖRÐUR

Fjölþjóðlegur hópur dugnaðarforka er nú í óða önn að reisa myndarlegan skúlptúr við Norræna húsið í Reykjavík en þar starfar danski myndlistarmaðurinn Jörgen Hansen að verkinu „Tilfærsla“ sem ná mun hámarki sínu á Menningarnótt um næstu helgi.

Listamaðurinn útskýrir að gerð skúlptúrsins sé hluti af verkinu en það hófst 4. ágúst síðast­liðinn og það hefur víst gengið á ýmsu - íslenskt veðurfar hefur til að mynda sett strik í reikninginn en nú gengur verkið glatt og skúlptúr­inn er farinn að taka á sig mynd.

Hansen útskýrir að verkið fjalli um breytingar og þróun og hafi sterka vísun til náttúrufars og staðhátta á Íslandi. Hann hefur gert hliðstæð verk í fjölmörgum öðrum löndum en dreymir um framkvæma gjörning sinn í öllum norrænu löndunum.

Gripurinn verður þriggja metra hár og gerður úr átta tonnum af sérstökum leir sem Hansen útskýrir að sé hálf-danskur og hálf-íslenskur. „Fólk getur komið hingað og séð hvernig skúlptúrinn verður til, hvernig leirinn breytir um lögum og verkið stækkar dag frá degi. Þetta verður sífellt æsilegra og á ákveðnum tímapunkti kveikjum við í honum. Þegar hitinn hefur náð 1100 gráðum fjarlægjum við einangrunina og þá glóir verkið fyrir augum fólks,“ segir hann.

Áhugasamir eru eindregið hvattir til þess að líta við í Vatnsmýrinni og sjá hópinn að störfum en einnig má fylgjast með verkinu og fræðast meira um þennan óvenjulega listamann á heima­síðunni hans, www.firingsculptures.com






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.