Lífið

Íslensk hönnun á tískuviku í Kaupmannahöfn

ánægðir Íslensku hönnuðirnar Steinunn og Indriði, sem hannar klæðaskerasniðin herrafatnað undir eigin nafni, voru glöð í lok sýningar enda uppskáru þau mikið lófaklapp í lok sýningar.
ánægðir Íslensku hönnuðirnar Steinunn og Indriði, sem hannar klæðaskerasniðin herrafatnað undir eigin nafni, voru glöð í lok sýningar enda uppskáru þau mikið lófaklapp í lok sýningar.

Núna stendur yfir hin mikla tískuvika í Kaupmannahöfn og Íslendingar streyma þangað, bæði fatahönnuðir og kaupendur frá tískuvöruverslunum landsins. Hin norræna umboðsskrifstofa Salka Agency stóð fyrir tískusýningu á föstudaginn þar sem íslensku merkin Elm, Dead, Indriði og Steinunn sýndu meðal annar norræna merkja þeirra fatalínur fyrir sumarið 2007.

Salka Agency er með fjöldan allan af merkjum á sínum snærum og henni stjórnar Sigrún Guðný Markúsardóttir sem lengi hefur verið viðloðin tískubransann hér heima. Umboðskrifstofan Salka sérhæfir sig í nýjum og spennandi fatamerkjum frá norðurlöndunum en mikil gróska er í hinum skandinavíska tískuheimi um þessar mundir. Plötusnúðurinn íslenski Hermigervill lék undir á sýningunni og af myndunum að dæma vakti íslenska hönnunin mikla athygli gesta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.