Lífið

Vala Matt hætt í Veggfóðri

Vala Matt 
Hefur ákveðið að segja skilið við sjónvarpið og reyna fyrir sér á nýjum vettvangi.
Vala Matt Hefur ákveðið að segja skilið við sjónvarpið og reyna fyrir sér á nýjum vettvangi.

Ein ástsælasta sjónvarpskona landsins, Valgerður Matthíasdóttir, hefur ákveðið að hætta með sjónvarpsþátt sinn Veggfóður sem hefur verið á dagskrá Stöðvar 2 undanfarið. Vala hefur um árabil frætt Íslendinga um það nýjasta í hönnun og innanhúsarkitektúr og því augljóst að það verður sjónarsviptir af henni á þeim vettvangi.

"Ég er eiginlega búin að ákveða að það væri komið nóg af svona þáttum," svarar Vala. "Ég er búin að vera með svona þátt í sjö ár, fyrst á Skjá einum en nú á Stöð 2," en Veggfóður verður áfram á skjánum fram í nóvember

Valgerður hefur verið að í sjónvarpi ansi lengi og segir að rauði þráðurinn hjá sér hafi verið að hún sé alltaf reiðubúin að breyta til. "Mér hefur alltaf þótt það spennandi að vera kljást við ný verkefni og nýjar sjónvarpsstöðvar," útskýrir Vala. "Nú er bara kominn tími á nýja hluti."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.