Lífið

Gagnrýnir Hollywood

Scarlett Johansson Gagnrýnir útlitsdýrkun skemmtanabransans.
Scarlett Johansson Gagnrýnir útlitsdýrkun skemmtanabransans.

Bandaríska leikkonan Scarlett Johansson hefur nú gagnrýnt Hollywood fyrir að setja of mikla pressu á leikkonur að vera of mjóar. Scarlett segir að kynþokki kvenna felist ekki í holdafari og að henni sjálfri finnist ekki fallegt að stelpur líti út eins og strákar, en svo virðist þegar stúlkur eru grindhoraðar.

Scarlett segir jafnframt að tískubransinn og kvikmyndaheimurinn séu, með því að leggja áherslu á grannar leikkonur og fyrirsætur, að stuðla að átröskun meðal stúlkna. "Mér finnst Bandaríkjamenn búnir að tapa sér yfir í megrunaráætlanir í stað þess að hugsa frekar um heilbrigt líferni," segir Scarlett og bætir því við að hún muni aldrei fara í megrun sjálf enda ánægð með kvenlegan vöxt sinn og ávalar línur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.