Lífið

Borgfirðingar stoltir af sonum sínum

Emiliana Torrini Kom í heimsókn til Borgarfjarðar ásamt hljómsveitinni Belle & Sebastian en tónleikarnir vöktu mikla athygli.
Emiliana Torrini Kom í heimsókn til Borgarfjarðar ásamt hljómsveitinni Belle & Sebastian en tónleikarnir vöktu mikla athygli.

"Ég verð að segja nei við þessu, einfaldlega vegna þess að við höfum ekki rætt þetta," svarar Steinn Eiríksson, sveitarstjóri í Borgarfjarðarhreppi, þegar hann er inntur eftir því hvort til standi að nefna einhver kennileiti eftir nýjustu stjörnu byggðarinnar, Magna Ásgeirssyni. "Við erum hins vegar rosalega stolt af Magna og því sem hann hefur afrekað og ekkert útilokað að við gerum eitthvað fyrir Magna en þá í fullu samráði við hann," heldur Steinn áfram. "Þetta er jú líka spurning um hvað hann vill," bætir sveitarstjórinn við.

Borgarfjörður eystri hefur verið töluvert í fjölmiðlum þetta sumarið, ekki eingöngu vegna velgengni Magna í sjónvarpsþættinum Rock Star heldur hefur tónlistarlífið verið með eindæmum blómlegt þar eystra. Emilíana Torrini hélt tónleika þar fyrr í sumar ásamt skosku sveitinni Belle & Sebastian og segist Steinn finna vel fyrir auknum áhuga á sveitinni.

"Það eru þá sér í lagi Íslendingar sem eru að bæta í og vilja skoða náttúruna og svo er meistari Kjarval náttúrlega mjög tengdur þessum stað," segir sveitarstjórinn, stoltur af sínu fólki. "Við eigum mikið af "víkingum" sem hafa verið að gera það gott þó þeir fái ekki jafn mikla athygli og Magni," bætir Steinn við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.