Innlent

Líkamsárás á unga stúlku

Maður var í gær sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af líkamsárás á unga stúlku í fyrra.

Manninum var gefið að sök að hafa snúið upp á hönd stúlkunnar, fyrir utan bifreið sem hann ók og stúlkan var farþegi í, skellt henni niður í malbik, tekið hana hálstaki og kýlt í magann.

Maðurinn og stúlkan þekktust þar sem maðurinn, sem vann sem félagsráðgjafi, hafði haft afskipti af stúlkunni í gegnum tíðina starfs síns vegna.

Ákæruvaldinu tókst ekki að sanna sekt mannsins fyrir rétti og var hann því sýknaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×