Skjálfti skekur hlutabréfamarkaði 14. júní 2006 08:15 Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Hlutabréf féllu alls staðar í verði við opnun markaða á þriðjudaginn eftir töluverðar lækkanir á bandarískum hlutabréfamarkaði á mánudaginn. Almennt dró úr lækkunum þegar leið á daginn. Ótti fjárfesta við að seðlabankar Bandaríkjanna og Bretlands muni hækka vexti frekar, til að hemja vaxandi verðbólgu, er talin meginorsök þessarar lækkunarhrinu. Hlutabréf í Ástralíu og Japan féllu um mesta stigafjölda frá því í september árið 2001 og hlutabréfavísitölur á nýmörkuðum í Indlandi, Rússlandi og Tyrklandi fóru í lægstu gildi í meira en hálft ár. Norrænu hlutabréfavísitölurnar gáfu verulega eftir, sem og hrávörumarkaðir, sem féllu af ótta við að vaxtahækkanir dragi úr hagvexti og eftirspurn. Gull, kopar og olía lækkuðu í verði. Úrvalsvísitalan féll skarpt strax eftir opnun Kauphallarinnar og einnig veiktist krónan nokkuð. Hafði vísitalan lækkað um tæp þrjú prósent um hádegisbil, um 160 stig. Um tvöleytið höfðu hlutabréf í Bakkavör, Dagsbrún og FL Group lækkað vel yfir fjögur prósent. Jónas Gauti Friðþjófsson, sérfræðingur á Greiningu Glitnis, tínir til nokkrar ástæður sem geti skýrt lækkanir á innlendum hlutabréfamarkaði. Hann nefnir að fjárfestar séu óvissir um hvort botninum sé náð og haldi því að sér höndum. Hækkandi vaxtastig bæði innan- og utanlands geri fjármögnunarkostnað fyrirtækjanna dýrari og geri aðra fjárfestingarkosti meira spennandi en hlutabréf, til dæmis markaðsreikninga sem beri háa vexti. "Þá hefur lækkandi verð á erlendum hlutabréfamörkuðum einnig áhrif. Erlendar eignir íslenskra félaga lækka í verði og við það myndast neikvæður gengismunur." Þá nefnir Jónas að stemningin á hlutabréfamarkaði hafi verið neikvæð að undanförnu vegna neikvæðra frétta. "Þetta veldur óvissu, sem er eitur í beinum hlutabréfafjárfesta." Greining Glitnis telur að markaðurinn sé nærri botninum og því séu góð tækifæri fyrir þolinmóða langtímafjárfesta. Þótt Úrvalsvísitalan hafi lækkað mikið megi ekki oftúlka þróunina, enda sé hvorki gríðarleg velta né mikill fjöldi viðskipta á bak við lækkun gærdagsins. Úrvalsvísitalan stóð í 5.420 stigum um miðjan dag í gær og hafði því lækkað um 2,1 prósent frá áramótum og um 21,7 prósent frá því hún náði hæsta gildi frá upphafi hinn 15. febrúar. Af þeim fjórtán félögum sem mynda Úrvalsvísitöluna um þessar mundir hafa aðeins þrjú hækkað frá áramótum en það eru Actavis (26,5%), Straumur-Burðarás (7,6%) og Marel (5,7%). Glitnir banki stóð í því gengi sem hann var um áramót en önnur félög höfðu lækkað. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Hlutabréf féllu alls staðar í verði við opnun markaða á þriðjudaginn eftir töluverðar lækkanir á bandarískum hlutabréfamarkaði á mánudaginn. Almennt dró úr lækkunum þegar leið á daginn. Ótti fjárfesta við að seðlabankar Bandaríkjanna og Bretlands muni hækka vexti frekar, til að hemja vaxandi verðbólgu, er talin meginorsök þessarar lækkunarhrinu. Hlutabréf í Ástralíu og Japan féllu um mesta stigafjölda frá því í september árið 2001 og hlutabréfavísitölur á nýmörkuðum í Indlandi, Rússlandi og Tyrklandi fóru í lægstu gildi í meira en hálft ár. Norrænu hlutabréfavísitölurnar gáfu verulega eftir, sem og hrávörumarkaðir, sem féllu af ótta við að vaxtahækkanir dragi úr hagvexti og eftirspurn. Gull, kopar og olía lækkuðu í verði. Úrvalsvísitalan féll skarpt strax eftir opnun Kauphallarinnar og einnig veiktist krónan nokkuð. Hafði vísitalan lækkað um tæp þrjú prósent um hádegisbil, um 160 stig. Um tvöleytið höfðu hlutabréf í Bakkavör, Dagsbrún og FL Group lækkað vel yfir fjögur prósent. Jónas Gauti Friðþjófsson, sérfræðingur á Greiningu Glitnis, tínir til nokkrar ástæður sem geti skýrt lækkanir á innlendum hlutabréfamarkaði. Hann nefnir að fjárfestar séu óvissir um hvort botninum sé náð og haldi því að sér höndum. Hækkandi vaxtastig bæði innan- og utanlands geri fjármögnunarkostnað fyrirtækjanna dýrari og geri aðra fjárfestingarkosti meira spennandi en hlutabréf, til dæmis markaðsreikninga sem beri háa vexti. "Þá hefur lækkandi verð á erlendum hlutabréfamörkuðum einnig áhrif. Erlendar eignir íslenskra félaga lækka í verði og við það myndast neikvæður gengismunur." Þá nefnir Jónas að stemningin á hlutabréfamarkaði hafi verið neikvæð að undanförnu vegna neikvæðra frétta. "Þetta veldur óvissu, sem er eitur í beinum hlutabréfafjárfesta." Greining Glitnis telur að markaðurinn sé nærri botninum og því séu góð tækifæri fyrir þolinmóða langtímafjárfesta. Þótt Úrvalsvísitalan hafi lækkað mikið megi ekki oftúlka þróunina, enda sé hvorki gríðarleg velta né mikill fjöldi viðskipta á bak við lækkun gærdagsins. Úrvalsvísitalan stóð í 5.420 stigum um miðjan dag í gær og hafði því lækkað um 2,1 prósent frá áramótum og um 21,7 prósent frá því hún náði hæsta gildi frá upphafi hinn 15. febrúar. Af þeim fjórtán félögum sem mynda Úrvalsvísitöluna um þessar mundir hafa aðeins þrjú hækkað frá áramótum en það eru Actavis (26,5%), Straumur-Burðarás (7,6%) og Marel (5,7%). Glitnir banki stóð í því gengi sem hann var um áramót en önnur félög höfðu lækkað.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira