Viðskipti innlent

Ný heilsulind rís að Laugarvatni

Þorsteinn og héraðsskólinn að Laugarvatni. Gangi allt eftir gæti nýja heilsulindin jafnvel verið opnuð í september 2007.
Þorsteinn og héraðsskólinn að Laugarvatni. Gangi allt eftir gæti nýja heilsulindin jafnvel verið opnuð í september 2007.
Gamlan gufan að Laugarvatni gengur senn í endurnýjun lífdaga því til stendur að reisa fyrsta flokks heilsulind og afþreyingarstöð á svæðinu. Þorsteinn Kragh athafnamaður fer fyrir eignarhaldsfélaginu Gufu og sem rekur gufuböðin að Laugarvatni.

Reksturinn hættir í núverandi mynd 15. ágúst næstkomandi. Í kjölfarið verður allt rifið svo hægt verði að reisa þarna japönsk böð og tyrknesk, eimböð og alls konar laugar. Hins vegar höldum við eftir gamla gufubaðinu og það verður reynt að halda því í sem upprunalegastri mynd, þannig það eimi enn af gömlu nostalgíunni.

Byggt var yfir hverina við Laugavatn á 3. og 4. áratug síðustu aldar og eru allar pípulagnir komnar til ára sinna. Framundan er mikil framkvæmd, og við höfum unnið hörðum höndum undanfarin tvö ár og safnað tugum milljóna til að hægt sé að ráðast í hana. En það hefur gengið vel sem segir okkur að menn sjá í þessu mikil tækifæri.

Bláa lónið hf. tekur við rekstrinum af Gufu hf. í haust og ef allt gengur eftir er reiknað með að nýja heilsulindin verði jafnvel opnuð í september 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×