Skjálfti skekur hlutabréfamarkaði 14. júní 2006 08:15 Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Hlutabréf féllu alls staðar í verði við opnun markaða á þriðjudaginn eftir töluverðar lækkanir á bandarískum hlutabréfamarkaði á mánudaginn. Almennt dró úr lækkunum þegar leið á daginn. Ótti fjárfesta við að seðlabankar Bandaríkjanna og Bretlands muni hækka vexti frekar, til að hemja vaxandi verðbólgu, er talin meginorsök þessarar lækkunarhrinu. Hlutabréf í Ástralíu og Japan féllu um mesta stigafjölda frá því í september árið 2001 og hlutabréfavísitölur á nýmörkuðum í Indlandi, Rússlandi og Tyrklandi fóru í lægstu gildi í meira en hálft ár. Norrænu hlutabréfavísitölurnar gáfu verulega eftir, sem og hrávörumarkaðir, sem féllu af ótta við að vaxtahækkanir dragi úr hagvexti og eftirspurn. Gull, kopar og olía lækkuðu í verði. Úrvalsvísitalan féll skarpt strax eftir opnun Kauphallarinnar og einnig veiktist krónan nokkuð. Hafði vísitalan lækkað um tæp þrjú prósent um hádegisbil, um 160 stig. Um tvöleytið höfðu hlutabréf í Bakkavör, Dagsbrún og FL Group lækkað vel yfir fjögur prósent. Jónas Gauti Friðþjófsson, sérfræðingur á Greiningu Glitnis, tínir til nokkrar ástæður sem geti skýrt lækkanir á innlendum hlutabréfamarkaði. Hann nefnir að fjárfestar séu óvissir um hvort botninum sé náð og haldi því að sér höndum. Hækkandi vaxtastig bæði innan- og utanlands geri fjármögnunarkostnað fyrirtækjanna dýrari og geri aðra fjárfestingarkosti meira spennandi en hlutabréf, til dæmis markaðsreikninga sem beri háa vexti. "Þá hefur lækkandi verð á erlendum hlutabréfamörkuðum einnig áhrif. Erlendar eignir íslenskra félaga lækka í verði og við það myndast neikvæður gengismunur." Þá nefnir Jónas að stemningin á hlutabréfamarkaði hafi verið neikvæð að undanförnu vegna neikvæðra frétta. "Þetta veldur óvissu, sem er eitur í beinum hlutabréfafjárfesta." Greining Glitnis telur að markaðurinn sé nærri botninum og því séu góð tækifæri fyrir þolinmóða langtímafjárfesta. Þótt Úrvalsvísitalan hafi lækkað mikið megi ekki oftúlka þróunina, enda sé hvorki gríðarleg velta né mikill fjöldi viðskipta á bak við lækkun gærdagsins. Úrvalsvísitalan stóð í 5.420 stigum um miðjan dag í gær og hafði því lækkað um 2,1 prósent frá áramótum og um 21,7 prósent frá því hún náði hæsta gildi frá upphafi hinn 15. febrúar. Af þeim fjórtán félögum sem mynda Úrvalsvísitöluna um þessar mundir hafa aðeins þrjú hækkað frá áramótum en það eru Actavis (26,5%), Straumur-Burðarás (7,6%) og Marel (5,7%). Glitnir banki stóð í því gengi sem hann var um áramót en önnur félög höfðu lækkað. Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Hlutabréf féllu alls staðar í verði við opnun markaða á þriðjudaginn eftir töluverðar lækkanir á bandarískum hlutabréfamarkaði á mánudaginn. Almennt dró úr lækkunum þegar leið á daginn. Ótti fjárfesta við að seðlabankar Bandaríkjanna og Bretlands muni hækka vexti frekar, til að hemja vaxandi verðbólgu, er talin meginorsök þessarar lækkunarhrinu. Hlutabréf í Ástralíu og Japan féllu um mesta stigafjölda frá því í september árið 2001 og hlutabréfavísitölur á nýmörkuðum í Indlandi, Rússlandi og Tyrklandi fóru í lægstu gildi í meira en hálft ár. Norrænu hlutabréfavísitölurnar gáfu verulega eftir, sem og hrávörumarkaðir, sem féllu af ótta við að vaxtahækkanir dragi úr hagvexti og eftirspurn. Gull, kopar og olía lækkuðu í verði. Úrvalsvísitalan féll skarpt strax eftir opnun Kauphallarinnar og einnig veiktist krónan nokkuð. Hafði vísitalan lækkað um tæp þrjú prósent um hádegisbil, um 160 stig. Um tvöleytið höfðu hlutabréf í Bakkavör, Dagsbrún og FL Group lækkað vel yfir fjögur prósent. Jónas Gauti Friðþjófsson, sérfræðingur á Greiningu Glitnis, tínir til nokkrar ástæður sem geti skýrt lækkanir á innlendum hlutabréfamarkaði. Hann nefnir að fjárfestar séu óvissir um hvort botninum sé náð og haldi því að sér höndum. Hækkandi vaxtastig bæði innan- og utanlands geri fjármögnunarkostnað fyrirtækjanna dýrari og geri aðra fjárfestingarkosti meira spennandi en hlutabréf, til dæmis markaðsreikninga sem beri háa vexti. "Þá hefur lækkandi verð á erlendum hlutabréfamörkuðum einnig áhrif. Erlendar eignir íslenskra félaga lækka í verði og við það myndast neikvæður gengismunur." Þá nefnir Jónas að stemningin á hlutabréfamarkaði hafi verið neikvæð að undanförnu vegna neikvæðra frétta. "Þetta veldur óvissu, sem er eitur í beinum hlutabréfafjárfesta." Greining Glitnis telur að markaðurinn sé nærri botninum og því séu góð tækifæri fyrir þolinmóða langtímafjárfesta. Þótt Úrvalsvísitalan hafi lækkað mikið megi ekki oftúlka þróunina, enda sé hvorki gríðarleg velta né mikill fjöldi viðskipta á bak við lækkun gærdagsins. Úrvalsvísitalan stóð í 5.420 stigum um miðjan dag í gær og hafði því lækkað um 2,1 prósent frá áramótum og um 21,7 prósent frá því hún náði hæsta gildi frá upphafi hinn 15. febrúar. Af þeim fjórtán félögum sem mynda Úrvalsvísitöluna um þessar mundir hafa aðeins þrjú hækkað frá áramótum en það eru Actavis (26,5%), Straumur-Burðarás (7,6%) og Marel (5,7%). Glitnir banki stóð í því gengi sem hann var um áramót en önnur félög höfðu lækkað.
Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur