Vill sakaruppgjöf vegna mismununar 6. apríl 2005 00:01 Íslenskur kynþáttahatari krefst sakaruppgjafar þar sem Bobby Fischer er ekki refsað fyrir gyðingahatur. Hann segist ekki ætla að una því að Fischer sé hlíft í ljósi þess að hann hafi verið dæmdur fyrir ummæli sín. Hlynur Freyr Vigfússon var dæmdur fyrir ummæli sín í viðtali við DV fyrir allnokkru en þar sagði hann meðal annars að ekki þyrfti neinn snilling til að sjá muninn á Afríkunegra með prik í hendi og Íslendingi. Ummælin töldust brjóta í bága við hegningarlög en nú segist Hlynur vilja fá sakaruppgjöf. Hann segir að stjórnvöld virðist ekki ætla að aðhafast neitt í máli Fischers. Hann líti svo á að ummæli Fischers hafi verið mun grófari og persónulegri en hann hafi nokkurn tíma látið út úr sér. Hann hafi verið dæmdur í Hæstarétti og hann ætli ekki að una því að stjórnvöld brjóti sömu lagagrein á honum og hann hafi verið sakfelldur fyrir að brjóta. Hann hafi verið tekinn einn út úr fjöldanum og dæmdur vegna skoðana sinna. Aðspurður hvað hann hyggist gera segir Hlynur að hann muni fara fram á sakaruppgjöf hjá forseta Ísland 1. júlí ef ekkert verði búið að gera í málum Bobbys Fischers þá. Hann bendir á að stór hluti þess fólks sem þrýst hafi á það að hann yrði dæmdur hafi barist fyrir því að fá Fischer til landsins og hann spyr sig hvort það skammist sín núna og láti sig hverfa. Stjórnvöld verði að gera sínar skyldur. Bobby Fischer úthúðaði gyðingum meðal annars í fjölmiðlum og því má hver sem á horfði eða hlýddi í raun krefjast rannsóknar á orðunum. Hlynur hyggst hins vegar ekki gera neitt slíkt. Lögmenn sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við í dag telja Hlyn ekki eiga neina von um það að dómur breyti niðurstöðu sinni, til þess dugi ekki að annar maður sleppi hugsanlega þrátt fyrir sambærilegt brot. Raunin sé sú að hver sá sem fremji glæp sé sekur burtséð frá því hvort aðrir komist upp með slíkt hið sama. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Íslenskur kynþáttahatari krefst sakaruppgjafar þar sem Bobby Fischer er ekki refsað fyrir gyðingahatur. Hann segist ekki ætla að una því að Fischer sé hlíft í ljósi þess að hann hafi verið dæmdur fyrir ummæli sín. Hlynur Freyr Vigfússon var dæmdur fyrir ummæli sín í viðtali við DV fyrir allnokkru en þar sagði hann meðal annars að ekki þyrfti neinn snilling til að sjá muninn á Afríkunegra með prik í hendi og Íslendingi. Ummælin töldust brjóta í bága við hegningarlög en nú segist Hlynur vilja fá sakaruppgjöf. Hann segir að stjórnvöld virðist ekki ætla að aðhafast neitt í máli Fischers. Hann líti svo á að ummæli Fischers hafi verið mun grófari og persónulegri en hann hafi nokkurn tíma látið út úr sér. Hann hafi verið dæmdur í Hæstarétti og hann ætli ekki að una því að stjórnvöld brjóti sömu lagagrein á honum og hann hafi verið sakfelldur fyrir að brjóta. Hann hafi verið tekinn einn út úr fjöldanum og dæmdur vegna skoðana sinna. Aðspurður hvað hann hyggist gera segir Hlynur að hann muni fara fram á sakaruppgjöf hjá forseta Ísland 1. júlí ef ekkert verði búið að gera í málum Bobbys Fischers þá. Hann bendir á að stór hluti þess fólks sem þrýst hafi á það að hann yrði dæmdur hafi barist fyrir því að fá Fischer til landsins og hann spyr sig hvort það skammist sín núna og láti sig hverfa. Stjórnvöld verði að gera sínar skyldur. Bobby Fischer úthúðaði gyðingum meðal annars í fjölmiðlum og því má hver sem á horfði eða hlýddi í raun krefjast rannsóknar á orðunum. Hlynur hyggst hins vegar ekki gera neitt slíkt. Lögmenn sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við í dag telja Hlyn ekki eiga neina von um það að dómur breyti niðurstöðu sinni, til þess dugi ekki að annar maður sleppi hugsanlega þrátt fyrir sambærilegt brot. Raunin sé sú að hver sá sem fremji glæp sé sekur burtséð frá því hvort aðrir komist upp með slíkt hið sama.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent