Blair og breska íhaldið 6. apríl 2005 00:01 Björgvin G. Sigurðsson skrifar um bresku kosningarnar. Breski Verkamannaflokkurinn gjörsigraði Íhaldsflokkinn í maí árið 1997 og var það ógleymanlegt að vera staddur á kosningahátíð flokksins í London þá nótt. Leikurinn var síðan endurtekinn 2001 þegar Tony Blair leiddi flokkinn til stórsigurs öðru sinni. Í fyrsta sinn í rúmlega 100 ára sögu flokksins hefur hann setið tvö heil kjörtímabil í röð við völd í Bretlandi. Í vor verður kosið á ný til breska þingsins. Átta árum eftir sigurinn mikla og þremur leiðtogum hjá Íhaldsflokknum síðar stefnir allt í að Tony Blair leiði flokk sinn til þriðja sigursins í röð. Þrátt fyrir þau reginmistök Blairs að taka þátt í og styðja innrásina í Írak og nokkur erfið mál innanlands á borð við afsögn Davids Blunkett, innanríkismálaráðherra, átökin á milli Blairs og Gordons Brown, fjármálaráðherra, hefur breskum hægrimönnum ekki tekist að öðlast tiltrú kjósenda, enda flokkurinn rúinn trausti og stefnumiðum eftir afhroðið 1997. Bæði Íhaldsmenn og Frjálslyndir hafa að sjálfsögðu bundið við það miklar vonir að þeir næðu í það minnsta að höggva verulega í meirihluta Verkamannaflokksins. Að minnsta kosti að ná einhverju af fylginu til baka sem fór til Verkamannaflokksins 1997, en Tony Blair, sem hefur ásamt Gordon Brown gnæft yfir bresk stjórnmál síðastliðinn áratug, virðist ætla að standa þetta af sér. Þá virkar Michael Howard flokksformaður Íhaldsmanna ekki mjög sannfærandi sem valkostur við hliðina á Blair og Brown og pólitík Íhaldsflokksins er vægast sagt fráhrindandi enda komin lengra til hægri en nokkru sinni fyrr um árabil. Miðjan er horfin úr flokknum. Allt stefnir því í þriðja sigurinn og hann verði sögulegur, því margt bendir til að hann verði af svipaðri stærðargráðu og hinir tveir. Flokkurinn hefur nú yfir 160 manna meirihluta í breska þinginu. Til samanburðar má geta þess að Frjálslyndir demókratar hafa um það bil 55 þingmenn á þinginu í það heila. Howard hefur ekki náð og varla reynt að færa Íhaldsflokkinn nær miðju og hefur það valdið talsverðum deilum innan flokksins. Til dæmis þá hefur Michael Portillo, fyrrum ráðherra og þingmaður flokksins, gagnrýnt Howard harkalega. Portillo telst til hófsamra innan flokksins og átelur hann Howard fyrir að hafa ekki notað tækifæri sitt til að færa flokkinn nær miðju og gera hann þannig kjósanlegan á ný. Staðan er því um margt hagfelld fyrir Verkamannaflokkinn ef litast er um innanlands nú rétt fyrir kosningar. Efnahagurinn blómstrar, Íhaldið áfram rúið trausti, atvinnuleysi það minnsta í 20 ár, miklar umbætur og fjárfestingar í mennta- og heilbrigðiskerfinu og þannig mætti lengi telja. Tony Blair þarf hinsvegar að vinna þennan þriðja sigur og halda flokknum við völd til að honum takist að setja það mark sitt á breskt samfélag sem upp var lagt með af endurnýjuðum Verkamannaflokki árið 1997 eftir átján ára eyðimerkurgöngu. Markmiðið var og er að breyta bresku samfélagi með varanlegum hætti á mörgum sviðum. Til þess þarf flokkurinn lengri tíma og því verður spurt að leikslokum í maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson skrifar um bresku kosningarnar. Breski Verkamannaflokkurinn gjörsigraði Íhaldsflokkinn í maí árið 1997 og var það ógleymanlegt að vera staddur á kosningahátíð flokksins í London þá nótt. Leikurinn var síðan endurtekinn 2001 þegar Tony Blair leiddi flokkinn til stórsigurs öðru sinni. Í fyrsta sinn í rúmlega 100 ára sögu flokksins hefur hann setið tvö heil kjörtímabil í röð við völd í Bretlandi. Í vor verður kosið á ný til breska þingsins. Átta árum eftir sigurinn mikla og þremur leiðtogum hjá Íhaldsflokknum síðar stefnir allt í að Tony Blair leiði flokk sinn til þriðja sigursins í röð. Þrátt fyrir þau reginmistök Blairs að taka þátt í og styðja innrásina í Írak og nokkur erfið mál innanlands á borð við afsögn Davids Blunkett, innanríkismálaráðherra, átökin á milli Blairs og Gordons Brown, fjármálaráðherra, hefur breskum hægrimönnum ekki tekist að öðlast tiltrú kjósenda, enda flokkurinn rúinn trausti og stefnumiðum eftir afhroðið 1997. Bæði Íhaldsmenn og Frjálslyndir hafa að sjálfsögðu bundið við það miklar vonir að þeir næðu í það minnsta að höggva verulega í meirihluta Verkamannaflokksins. Að minnsta kosti að ná einhverju af fylginu til baka sem fór til Verkamannaflokksins 1997, en Tony Blair, sem hefur ásamt Gordon Brown gnæft yfir bresk stjórnmál síðastliðinn áratug, virðist ætla að standa þetta af sér. Þá virkar Michael Howard flokksformaður Íhaldsmanna ekki mjög sannfærandi sem valkostur við hliðina á Blair og Brown og pólitík Íhaldsflokksins er vægast sagt fráhrindandi enda komin lengra til hægri en nokkru sinni fyrr um árabil. Miðjan er horfin úr flokknum. Allt stefnir því í þriðja sigurinn og hann verði sögulegur, því margt bendir til að hann verði af svipaðri stærðargráðu og hinir tveir. Flokkurinn hefur nú yfir 160 manna meirihluta í breska þinginu. Til samanburðar má geta þess að Frjálslyndir demókratar hafa um það bil 55 þingmenn á þinginu í það heila. Howard hefur ekki náð og varla reynt að færa Íhaldsflokkinn nær miðju og hefur það valdið talsverðum deilum innan flokksins. Til dæmis þá hefur Michael Portillo, fyrrum ráðherra og þingmaður flokksins, gagnrýnt Howard harkalega. Portillo telst til hófsamra innan flokksins og átelur hann Howard fyrir að hafa ekki notað tækifæri sitt til að færa flokkinn nær miðju og gera hann þannig kjósanlegan á ný. Staðan er því um margt hagfelld fyrir Verkamannaflokkinn ef litast er um innanlands nú rétt fyrir kosningar. Efnahagurinn blómstrar, Íhaldið áfram rúið trausti, atvinnuleysi það minnsta í 20 ár, miklar umbætur og fjárfestingar í mennta- og heilbrigðiskerfinu og þannig mætti lengi telja. Tony Blair þarf hinsvegar að vinna þennan þriðja sigur og halda flokknum við völd til að honum takist að setja það mark sitt á breskt samfélag sem upp var lagt með af endurnýjuðum Verkamannaflokki árið 1997 eftir átján ára eyðimerkurgöngu. Markmiðið var og er að breyta bresku samfélagi með varanlegum hætti á mörgum sviðum. Til þess þarf flokkurinn lengri tíma og því verður spurt að leikslokum í maí.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar