Innlent

Ríkið og BHM undirrita samning

Nýr kjarasamningur ríkisins og 24 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á tólfta tímanum í gærkvöldi. Samningurinn gildir frá 1. febrúar síðastliðinum til 30. apríl árið 2008 og eru áfangahækkanir þær sömu og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði. Heildarkostnaðarauki ríkisins vegna samningsins er metinn á 19,83 prósent. Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, segir að kjarasamningurinn feli í sér um 15 prósenta launahækkun á samningstímanum og að áhersla hafi verið lögð á hækkun lægstu launa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×