Erlent

Kosningarnar þegar tapaðar

Helsti ráðgjafi Michaels Howard, leiðtoga íhaldsmanna, vegna komandi þingkosninga í Bretlandi, hefur ráðlagt honum að einbeita sér að því í kosningabaráttunni að minnka forskot Verkamannaflokksins. Ekki þýði að setja markið hærra því kosningarnar séu þegar tapaðar. Breska dagblaðið The Times greindi frá þessu í gær og sagði að komið hefði til deilna í höfuðstöðvum Íhaldsflokksins. Aðalkosningaráðgjafinn Lynton Crosby segir Verkamannaflokkinn öruggan um sigur en Saatchi lávarður, einn leiðtoga flokksins, vill berjast allt til loka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×