Innlent

214 umsóknir í lóðir í Hveragerði

Umsóknir frá níutíu og sex aðilum bárust í þrjátíu og tvær lóðir sem Hveragerðisbær auglýsti lausar nýverið. Sumir lögðu inn fleiri en eina umsókn og voru umsóknirnar alls 214. Byggingarlóðir eru talsvert ódýrari í Hveragerði en á höfuðborgarsvæðinu og þykir þetta auk þess vísbending um að það sé orðið ódýrara að byggja nýtt en að kaupa notað húsnæði. Þrátt fyrir öra uppbyggingu í Hveragerði síðustu misseri, og ef til vill að hluta til vegna hennar, hefur eftirlitsnefnd félagsmálaráðuneytis með fjármálum sveitarfélaga varað bæjarstjórn við miklum skuldum og skuldaaukningu og bent á mikilvægi þess að bæjarstjórn nái tökum á fjármálunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×