Lyginni líkast Guðmundur Magnússon skrifar 19. janúar 2005 00:01 Hvenær segir fólk satt og hvenær segir það ekki satt? Ætli þetta sé ekki ein algengasta spurning daglegs lífs okkar? Hvenær getum við treyst náunganum og hvenær ekki? "Allir hafa hátt um sannleikann; fáir iðka hann" er haft eftir breska heimspekingnum George Berkeley.Vísindin hafa fyrir löngu verið hagnýtt í þágu sannleiksleitarinnar. Allir kannast við lygamælinn, tækið sem fram kom í Bandaríkjunum snemma á síðustu öld. Um það segir á Vísindavef Háskóla Íslands: "Lygamælar heita á erlendum málum "polygraph" en ganga oftast undir svipuðu nafni og íslenska heitið á þessu fyrirbæri; á ensku kallast þeir "lie detectors". Orðið polygraph merkir eiginlega að "skrifa margt", enda eru lygamælar tæki sem nema og skrá samtímis ýmsar breytingar á líkamsstarfsemi, til dæmis á hjartslætti, blóðþrýstingi, koltvísýringsmagni í blóði og rafboðum í taugum og vöðvum. Sá sem er í lygaprófi er spurður spjörunum úr á meðan tækin mæla og skrá breytingarnar. Eitt af því sem mælt er í þessum prófum er rafleiðni fingurgómanna. Undir álagi getur líkaminn brugðist við með því að svitna og þegar húðin er rök leiðir hún rafmagn betur. Tækin leiða þetta í ljós en síðan er það hlutverk þess sem stýrir prófinu að meta hvað veldur, hvort að líklegt sé að sá sem tók prófið hafi sýnt álagsviðbrögð af því að hann svaraði spurningunni ósatt eða hvort að líkamlegu viðbrögðin stafi af einhverju öðru. Það er semsagt rétt að árétta að lygamælar geta ekki á neinn hátt mælt hvort við segjum satt eða ljúgum, þeir mæla aðeins breytingar á líkamsstarfsemi. Síðan þarf að túlka þessar breytingar. Grundvallarforsenda lygamælinga er sú að þegar við ljúgum, eða reynum að halda einhverju leyndu, sé hægt að greina það með því að mæla óhjákvæmileg álagsviðbrögð líkamans. Í Bandaríkjunum er talið að um 3.500 manns sinni lygamælingum og mælarnir eru meðal annars notaðir í sumum atvinnuviðtölum bæði hjá opinberum fyrirtækjum og einkafyrirtækjum. Í öllum fylkjum Bandaríkjanna, að undanskildu Nýju-Mexíkó, er óheimilt að nota niðurstöður úr lygaprófi sem sönnunargagn fyrir dómstólum, nema að uppfylltum sérstökum skilyrðum. Meginreglan er sú að báðir aðilar máls þurfa að samþykkja framlagninu prófsins svo það sé tekið gilt". Löngum hefur verið deilt um ágæti lygamæla. Víðast hvar eru þeir ekki viðurkennd tækni til að kveða upp úr um satt og ósatt, hvort maður sé að segja sannleikann eða ljúga. Það væri mikil byltingef til væri óvefengjanleg tækni í þessu sambandi. Þá muni lítið þýða fyrir sakamenn að neita ef þeir væru sekir. Þá mundi lítið þýða fyrir stjórnmálamenn og embættismenn að reyna að blekkja almenning. En hætt er við að á heimilum fólks gæti stundum skapast ókyrrð ef tæki af þessu tagi væru orðin jafn algeng og hrærivélin í eldhúsinu. Er hugsanlegt að slík tækni sé að verða til? Það er ekki alveg útilokað eins og lesa má hér á fréttavef BBC, Breska ríkisútvarpsins. Þar segir frá því að bandaríska varnarmálaráðuneytið hafi veitt vísindakonunni dr. Jennifer Vendemia rausnarlegan styrk til að prófa tilgátu hennar um að með því að fylgjast með bylgjuhreyfinginum í heila fólks sé hægt að sjá hvort það segir satt eða ekki. Hún telur að hægt sé að tryggja 94 til 100% áreiðanleika niðurstaðna. Tæknin taki hefðbundnum lygamæliprófum eins og lýst var hér að ofan mjög fram. Aðferð hennar felst í því að festa mikinn fjölda rafskauta á andlit fólks og höfuðleður og lesa síðan af skjá, sem skautin eru tengd við, bylgjuhreyfingarnar í heilanum sem síðan eru túlkaðar. Í viðtali við fréttavef BBC segir Vendemia að rannsóknir hennar hafi leitt í ljós að það taki heilann lengri tíma að kalla fram lygasvör en að segja sannleikann. Þetta hafi verið hægt að prófa með því að mæla heilabylgjurnar. Segja má að þetta sé eitt undirstöðuatriðið í kenningunni. Ekki eru allir í skýjunum yfir þessu. BBC hefur eftir Paul Matthews taugafræðingi í Oxfordað tæki sem les hug fólks sé tómur skáldskapur. "Það er engin tækni fyrir hendi sem sem getur sagt til um hvað fólk er að hugsa. En það er hægt að sjá hvaða svæði í heilanum eru virk hverju sinni," segir hann og bendir á að slík tæki séu þegar í notkun á sjúkrahúsum. Eftir Tor Butler-Cole siðfræðingi við King´s College í London hefur BBC svo að menn ættu ekki að taka í notkun neina tækni af þessu tagi sem ekki er 100% örugg. Til þess séu vítin að varast þau. Einhver tími mun líða áður en dr. Vendemia lýkur rannsóknum sínum. Margir vísindamenn eiga eftir að prófa tilgátu hennar og fjalla um hana frá ýmsum hliðum. Ekki er líklegt að sannleiksvélin komi á markað fyrir næstu jól en Vellygni Bjarni og Gróa á Leiti - og kannski fleiri - ættu samt að gæta ýtrustu varkárni á næstunni og fylgjast með fréttum.gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Hvenær segir fólk satt og hvenær segir það ekki satt? Ætli þetta sé ekki ein algengasta spurning daglegs lífs okkar? Hvenær getum við treyst náunganum og hvenær ekki? "Allir hafa hátt um sannleikann; fáir iðka hann" er haft eftir breska heimspekingnum George Berkeley.Vísindin hafa fyrir löngu verið hagnýtt í þágu sannleiksleitarinnar. Allir kannast við lygamælinn, tækið sem fram kom í Bandaríkjunum snemma á síðustu öld. Um það segir á Vísindavef Háskóla Íslands: "Lygamælar heita á erlendum málum "polygraph" en ganga oftast undir svipuðu nafni og íslenska heitið á þessu fyrirbæri; á ensku kallast þeir "lie detectors". Orðið polygraph merkir eiginlega að "skrifa margt", enda eru lygamælar tæki sem nema og skrá samtímis ýmsar breytingar á líkamsstarfsemi, til dæmis á hjartslætti, blóðþrýstingi, koltvísýringsmagni í blóði og rafboðum í taugum og vöðvum. Sá sem er í lygaprófi er spurður spjörunum úr á meðan tækin mæla og skrá breytingarnar. Eitt af því sem mælt er í þessum prófum er rafleiðni fingurgómanna. Undir álagi getur líkaminn brugðist við með því að svitna og þegar húðin er rök leiðir hún rafmagn betur. Tækin leiða þetta í ljós en síðan er það hlutverk þess sem stýrir prófinu að meta hvað veldur, hvort að líklegt sé að sá sem tók prófið hafi sýnt álagsviðbrögð af því að hann svaraði spurningunni ósatt eða hvort að líkamlegu viðbrögðin stafi af einhverju öðru. Það er semsagt rétt að árétta að lygamælar geta ekki á neinn hátt mælt hvort við segjum satt eða ljúgum, þeir mæla aðeins breytingar á líkamsstarfsemi. Síðan þarf að túlka þessar breytingar. Grundvallarforsenda lygamælinga er sú að þegar við ljúgum, eða reynum að halda einhverju leyndu, sé hægt að greina það með því að mæla óhjákvæmileg álagsviðbrögð líkamans. Í Bandaríkjunum er talið að um 3.500 manns sinni lygamælingum og mælarnir eru meðal annars notaðir í sumum atvinnuviðtölum bæði hjá opinberum fyrirtækjum og einkafyrirtækjum. Í öllum fylkjum Bandaríkjanna, að undanskildu Nýju-Mexíkó, er óheimilt að nota niðurstöður úr lygaprófi sem sönnunargagn fyrir dómstólum, nema að uppfylltum sérstökum skilyrðum. Meginreglan er sú að báðir aðilar máls þurfa að samþykkja framlagninu prófsins svo það sé tekið gilt". Löngum hefur verið deilt um ágæti lygamæla. Víðast hvar eru þeir ekki viðurkennd tækni til að kveða upp úr um satt og ósatt, hvort maður sé að segja sannleikann eða ljúga. Það væri mikil byltingef til væri óvefengjanleg tækni í þessu sambandi. Þá muni lítið þýða fyrir sakamenn að neita ef þeir væru sekir. Þá mundi lítið þýða fyrir stjórnmálamenn og embættismenn að reyna að blekkja almenning. En hætt er við að á heimilum fólks gæti stundum skapast ókyrrð ef tæki af þessu tagi væru orðin jafn algeng og hrærivélin í eldhúsinu. Er hugsanlegt að slík tækni sé að verða til? Það er ekki alveg útilokað eins og lesa má hér á fréttavef BBC, Breska ríkisútvarpsins. Þar segir frá því að bandaríska varnarmálaráðuneytið hafi veitt vísindakonunni dr. Jennifer Vendemia rausnarlegan styrk til að prófa tilgátu hennar um að með því að fylgjast með bylgjuhreyfinginum í heila fólks sé hægt að sjá hvort það segir satt eða ekki. Hún telur að hægt sé að tryggja 94 til 100% áreiðanleika niðurstaðna. Tæknin taki hefðbundnum lygamæliprófum eins og lýst var hér að ofan mjög fram. Aðferð hennar felst í því að festa mikinn fjölda rafskauta á andlit fólks og höfuðleður og lesa síðan af skjá, sem skautin eru tengd við, bylgjuhreyfingarnar í heilanum sem síðan eru túlkaðar. Í viðtali við fréttavef BBC segir Vendemia að rannsóknir hennar hafi leitt í ljós að það taki heilann lengri tíma að kalla fram lygasvör en að segja sannleikann. Þetta hafi verið hægt að prófa með því að mæla heilabylgjurnar. Segja má að þetta sé eitt undirstöðuatriðið í kenningunni. Ekki eru allir í skýjunum yfir þessu. BBC hefur eftir Paul Matthews taugafræðingi í Oxfordað tæki sem les hug fólks sé tómur skáldskapur. "Það er engin tækni fyrir hendi sem sem getur sagt til um hvað fólk er að hugsa. En það er hægt að sjá hvaða svæði í heilanum eru virk hverju sinni," segir hann og bendir á að slík tæki séu þegar í notkun á sjúkrahúsum. Eftir Tor Butler-Cole siðfræðingi við King´s College í London hefur BBC svo að menn ættu ekki að taka í notkun neina tækni af þessu tagi sem ekki er 100% örugg. Til þess séu vítin að varast þau. Einhver tími mun líða áður en dr. Vendemia lýkur rannsóknum sínum. Margir vísindamenn eiga eftir að prófa tilgátu hennar og fjalla um hana frá ýmsum hliðum. Ekki er líklegt að sannleiksvélin komi á markað fyrir næstu jól en Vellygni Bjarni og Gróa á Leiti - og kannski fleiri - ættu samt að gæta ýtrustu varkárni á næstunni og fylgjast með fréttum.gm@frettabladid.is
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun