Hrapandi plötusala Kristjáns 8. janúar 2005 00:01 Fyrsta plata óperusöngvarans Kristján Jóhannssonar í sex ár, Portami Via, seldist í aðeins 2.300 eintökum hjá útgefanda fyrir þessi jól. Síðasta plata Kristjáns hér á landi, Helg eru jól, seldist í um 8.000 eintökum fyrir jólin 1998. Hefur hún í dag selst í um það bil 10 þúsund eintökum samkvæmt upplýsingum frá útgáfufyrirtæki Kristjáns, Skífunni. Vanalega hafa plötur Kristjáns selst í rúmlega 10 þúsund eintökum hér á landi og því hlýtur gengi nýju plötunnar að valda honum og Skífunni miklum vonbrigðum. "Við höfum ekki hugmynd um hversu mikið platan seldist því skilin eru ekki komin inn. En platan hefur örugglega selst minna en væntingar stóðu til," segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Skífunnar. Hann tekur það fram að platan hafi komið seint út hér á landi, þann 1. desember, og því verið í stuttan tíma á markaðnum. Vitaskuld hafi lætin í kringum Kristján þó einnig haft sitt að segja varðandi þessa dræmu sölu. Miðað við skilatölur sem birtast um miðjan þennan mánuð má búast við að eintökunum 2.300 eigi eftir að fækka umtalsvert. Venjulega er 5-10% eintaka af plötum skilað aftur frá búðum til útgefenda eftir jól og miðað við þau læti sem voru í kringum Kristján er ekki ólíklegt að sú prósentutala verði hærri í hans tilviki. Portami Via hafði selst í um það bil 1.500 eintökum áður en hann kom fram í Kastljósi til að svara ásökunum sem komu í kjölfar tónleika í Hallgrímskirkju þar sem hann söng til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Eftir það hægðist mikið á sölunni og má telja líklegt að platan endi í tæpum 2.000 eintökum. Menning Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira
Fyrsta plata óperusöngvarans Kristján Jóhannssonar í sex ár, Portami Via, seldist í aðeins 2.300 eintökum hjá útgefanda fyrir þessi jól. Síðasta plata Kristjáns hér á landi, Helg eru jól, seldist í um 8.000 eintökum fyrir jólin 1998. Hefur hún í dag selst í um það bil 10 þúsund eintökum samkvæmt upplýsingum frá útgáfufyrirtæki Kristjáns, Skífunni. Vanalega hafa plötur Kristjáns selst í rúmlega 10 þúsund eintökum hér á landi og því hlýtur gengi nýju plötunnar að valda honum og Skífunni miklum vonbrigðum. "Við höfum ekki hugmynd um hversu mikið platan seldist því skilin eru ekki komin inn. En platan hefur örugglega selst minna en væntingar stóðu til," segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Skífunnar. Hann tekur það fram að platan hafi komið seint út hér á landi, þann 1. desember, og því verið í stuttan tíma á markaðnum. Vitaskuld hafi lætin í kringum Kristján þó einnig haft sitt að segja varðandi þessa dræmu sölu. Miðað við skilatölur sem birtast um miðjan þennan mánuð má búast við að eintökunum 2.300 eigi eftir að fækka umtalsvert. Venjulega er 5-10% eintaka af plötum skilað aftur frá búðum til útgefenda eftir jól og miðað við þau læti sem voru í kringum Kristján er ekki ólíklegt að sú prósentutala verði hærri í hans tilviki. Portami Via hafði selst í um það bil 1.500 eintökum áður en hann kom fram í Kastljósi til að svara ásökunum sem komu í kjölfar tónleika í Hallgrímskirkju þar sem hann söng til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Eftir það hægðist mikið á sölunni og má telja líklegt að platan endi í tæpum 2.000 eintökum.
Menning Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira