Innlent

Margvísleg þjónusta fyrir austan

MYND/Vísir
Áformað er að bjóða út margvíslega stoðþjónustu í tengslum við rekstur álvers Alcoa Fjarðaáls í Fjarðabyggð og skapast þannig fjölmörg viðskiptatækifæri fyrir iðn- og þjónustufyrirtæki. Í fréttatilkynningu frá Fjarðaáli segir að stefnt sé að því að fyrstu útboðin fari fram fyrir lok ársins en gera megi ráð fyrir að viðskiptin í framtíðinni hlaupi á milljörðum króna árlega. Markmið Alcoa Fjarðaáls með útboðum á stoðþjónustu er m.a. að stuðla að frekari uppbyggingu atvinnureksturs á Austurlandi og þar með að langvarandi vexti og viðgangi svæðisins í heild. Meðal þess sem áformað er að bjóða út eru hafnarstarfsemi, birgðahald, tölvu- og verkfræðiþjónusta, þjónusta á sviði umhverfismála og margvíslegt viðhald og viðgerðir. Mestur hluti þjónustunnar verður boðinn út árið 2006.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×