Sport

Valsmenn 1-0 yfir í hálfleik

Garðar Gunnlaugsson skoraði eina markið í fyrri hálfleik leiks Vals og  Fylkis en liðin eigast nú við í lokaleik 12. umferðar Landsbankadeildar karla. Markið skoraði Garðar með laglegum skalla eftir frábæra hornspyrnu Guðmundar Benediktssonar. Leikurinn hófst kl. 20:00 og hægt er að fylgjast með beinni lýsingu á leiknum á Boltavaktinni hér á Vísi. Garðar Gunnlaugsson skoraði markið á 35. mínútu en þetta er tíunda mark hans á leiktíðinni þar af það fjórða í Landsbankadeildinni en Garðar hefur skorað 6 mörk fyrir Val í bikarnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×