Erlent

Myrti lögreglustjóra í Írak

Uppreisnarmaður í borginni Mósúl í Írak myrti í dag yfirmann spillingardeildar íröksku lögreglunnar í höfuðstöðvum hennar. Maðurinn gekk inn í höfuðstöðvarnar með sprengiefni um sig miðjan og sprengdi sig í loft upp með fyrrgreindum afleiðingum. Þá réðst hópur uppreisnarmanna á gesti í jarðarför lögreglustjórans og skaut tvo til bana og særði tíu, suma alvarlega. Uppreisnarmenn hafa ítrekað ráðist á írakska lögreglu og her og síðast í gær létust fjórir lögreglumenn þegar sprengja sprakk í vegkanti þar sem þeir fylgdu félaga sínum til grafar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×