Erlent

Dæmdur fyrir að skipuleggja árás

Öryggisdómstóll í Jórdaníu dæmdi í dag jórdanska uppreisnarleiðtogann Abu Musab al-Zarqawi í 15 ára fangelsi fyrir að skipuleggja árás á sendiráð Jórdaníu í Bagdad í Írak. Dómurinn var kveðinn upp að al-Zarqawi fjarstöddum, en hann er eftirlýstur í Írak og fer fyrir hópi uppreisnarmanna þar í landi sem talinn er bera ábyrgð á mörgum blóðugustu árásunum í landinu undanfarna mánuði. Auk al-Zarqawis var annar jórdanskur uppreisnarmaður, Miqdad al-Dabbas, dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir aðstoða við að skipuleggja árásina á sendiráðið en hann situr í haldi í Jórdaníu eftir að hafa verið framseldur frá Írak. Þetta er ekki fyrsti dómur al-Zarqawis því hann á einnig yfir höfði sér dauðadóm í Jórdaníu fyrir að hafa drepið bandarískan erindreka í höfuðborginni Amman árið 2002.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×