Sport

Robben óttast meiðslin

Kantmaðurinn sterki Arjen Robben, leikmaður Chelsea, óttast mjög að meiðslin sem hann varð fyrir í leik gegn Blackburn á dögunum geti bundið enda á tímabilið fyrir hann. Meiðslin eru svipuð þeim sem hann hlaut þegar hann var frá keppni í byrjun tímabils og segist leikmaðurinn strax hafa vitað að meiðslin væru alvarleg. "Þetta er mikið áfall og erfitt að meiðast svona þegar ég var að komast í toppform aftur," sagði Robben, sem hefur verið lykilmaður í velgengni Chelsea á leiktíðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×