Erlent

Abbas bannar vopnaburð

Palestínsk stjórnvöld hafa bannað almenningi að bera vopn og þykir ákvörðunin bera vitni um herta afstöðu stjórnarinnar gagnvart ofbeldi gegn Ísraelum. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ætlar enn fremur að skipa nýjan innanlandsráðherra sem þekktur er fyrir hörku sína gegn herskáum Palestínumönnum. Í dag munu hundruð palestínskra lögreglumanna fara til mið- og suðurhluta Gaza til að sporna gegn auknu ofbeldi. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, lýsti í gær yfir ánægju með aðgerðir palestínskra stjórnvalda. "Það er greinilegt að Abu Mazen (Abbas) er byrjaður að taka til hendinni," sagði Sharon. "Ég er mjög sáttur við það sem ég hef heyrt og áhugasamur um að vinna með honum í framtíðinni."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×